11.5.2008 | 11:53
Hvítasunna afhverju hvíta?
Sit hérna og eiginlega bíð eftir að örverpið mitt vakni, búin að sofa í blíðunni í næstum 11/2 klst. Var að vinna í morgun og Rakel að passa, gekk sæmilega, vann hratt og var komin heim um 10. Veit ekki hvernig fer á þriðjudag, en Eyþór fer suður spurning hver passar?
Rakel er s.s komin, kom seinnipartinn á föstudag og verður til 15 júlí. Ætlar í bæjarvinnuna ef hún fær vinnu þar, ekki komið svar ennþá.
Ofsalega gott veður hérna og hitinn kominn í tæp 12 stig. Fer hækkandi núna með degi hverjum.
Skólinn búinn hjá mér, síðasta prófið var á föstudag, mikill léttir að það sé búið en svo er ég að byrja eins og áður hefur komið fram þann 19 maí á Hlíð í 100% vinnu í 2 mánuði og þá er þeim kafla í náminu lokið. Þá á ég bara eftir tvö fög og 2 ferðir suður, eina vettvangsferð og svo útskriftarferð í desember 2008 jibbí. Verð nú samt ekki róleg fyrr en ég fæ einkunn úr þessu prófi, var ofsa erfitt og reyndar ekki mikið lesið en það lufsast held ég samt. Krossa fingur allavega.
Eyþór er að spila í fermingu núna, fyrir ári síðan á hvítasunnu var ég að ferma, mikið líður tíminn hratt, hvítasunnan reyndar fyrr á ferðinni í ár, ég fermdi 26 maí minnir mig.
Brynja er á Selfossi að keppa og þjappa liðinu saman, fóru bæði kk og kvk 3 fl. og skilst mér að það sé gríðarleg stemning. Reyndar ekki heyrt í henni nema í gegnum sms þar sem hún týndi fyrst símanum og svo þegar hún fann hann þá dó hann:)
Rindill farinn að lemja tækið þannig að það er best að sækja elskuna litlu.
Sjúlli kveður þreyttur ennþá
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.