Erna virkjuð

Ég held að ég hafi náð að virkja Ernu til að skrifa hér líka.  Hún er nýkomin af kvöldvaktinni og ég var að koma í hús úr messu.  Brynja kom svo inn stuttu seinna úr fótboltanum.  Sá á RÚV lokin á einni bestu mynd sem ég hef nokkurn tímann séð, Whale rider.  Snilldarmynd sem ég verð að leigja einu sinni en til að rifja aðeins betur upp.  Ég er greinilega orðinn eftirbátur kvennanna á heimilinu í hreyfingu.  Brynja spilaði fótbolta í allt kvöld, Erna barði boxpúðann eftir vaktina en ég..... lagðist í sófann og át ostbita og drakk rauðvín!  Strengi heit hér með að auka við hreyfinguna.  Ætla t.d. að hnýta eina flugu á laugardag :)

Eyþór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér Eyþór að fara að auka við hreyfinguna, passaðu þig bara að ofreyna þig ekki. ;)

Helga (IP-tala skráð) 14.4.2006 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband