3.5.2008 | 21:22
I have to blogg, I really do
Ekki slök í útlenskunni tja nei ....
Lögðum af stað systur í góðum gír kl 7 í morgun til Húsavíkur, höfðum fengið mömmu bíl til að fara á, ofsa glaðar systur sem keyrðum út úr bænum lá við að við værum sönglandi gamla slagara svo kátar vorum við "klukkan 7 að morgni takið eftir" Vorum komna á svalbarðsströndina þegar Hillus fór að kvarta yfir því að bíllinn væri nú eitthvað kraftlaus, svalar á því héldum samt áfram en allt í einu missti kagginn kraft og svalinn lak af okkur systrum. Renndum bílnum út í kant og gaus upp þessi líka fína gúmmí/hitalykt. Eins og sannar sveitastelpur, hentum okkur ofaní húddið til að kanna málið, jújú næg olía komumst við að eftir að Hillan hafði þurrkað af með pappír, allt eins og okkur hafði verið kennt, jú nægur rúðuvökvi líka, ekki að það kæmi málinu við.
Hringdum í Eyþór sem kom og sótti okkur svo við gætum sótt bílinn hennar Hildar. Fórum aftur af stað kl að verða 8 enn þónokkuð svalar, Hildur keypti sér orkudrykk í leirunni svona til að hafa næga orku til að ýta bílnum sínum ef eitthvað myndi klikka, setti upp þau bleiku (gríðarleg bleik gleraugu) og af stað. Hlógum þegar við keyrðum framhjá Polo þar sem greyið hýmdi í vegkantinum. Svona er nú lífið. Þar er hann enn verður vonandi reddað á morgun:)
Komumst á leiðarenda þar sem við byrjuðum á að fá okkur veitingar og síðan voru tuskur og kústar hafnir á loft og sú sem orkudrykkinn hafði drukkið var eins og ofvirk randafluga um allt klósett, en ég fór að þrífa flugnaskít, náðum að gera eiginlega allt sem gera þurfti áður en við renndum tilbaka á Eyrina. Pabbi kom svo seinnipartinn með rúm sem ég fékk að hirða Hildur átti það reyndar, geri það upp við hana síðar, kaupi handa henni blá gleraugu og orkudrykk.....
Er að búa mig undir að læra fyrir hjúkrunarpróf, gekk hroðalega illa í Lyfhrifafræði. Kemur í ljós hvernig það gekk samt. Katla með kvef eins og mamman og búin að vera mjög ergileg í kvöld. Brynja fór að passa með vinkonu sinni og Eyþór er á Ólafsfirði með kórnum (man ekki hvaða kór)
Ætla að fara að undirbúa lesningu efast um að ég leggi í að byrja í kvöld en gott að gera allt klárt.
Þetta blogg ætla ég að tileinka mínum ástkæra bróðir honum Mása sem ELSKAR að lesa bloggin mín:::)
Sjúlli kveður "svaka heitur"
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Duglegar systur....mikill kraftur ( enda nóg af orkudrykk ) verst að það skuli ekki bara vera hægt að hella orkudrykkjunum á bílana....þegar þeir klikka... kannski verður það í framtíðinni.... hver veit...... já þá er það lesturinn fyrir hjúkrunarprófið... en ég held að ég sé komin með próf- fóbíu ( fælni ), eftir LHF prófið , mér gekk líka hroðalega... en vonandi reddast þetta...gangi þér vel að lesa... kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 5.5.2008 kl. 10:15
vá hvað ég hló af þessari færslu og sá ykkur alveg fyrir mér (myndskreytti) :)
ótrúlegt hvað mér tekst oft að klúðra samlagningunni hérna fyrir ofan í ruslvörninni þegar ég er að kommenta hjá þér mætti halda að ég þyrfti að taka cosinus eða sinus af þessu ;)
svabbi (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 19:08
Gaman að heyra að það eru fleiri en ég sem klúðra ruslvörninni í fyrstu tilraun
Ótrúlegt hvað bílar eiga það til að bila akkúrat þegar maður þarf á þeim að halda, gæti nú skrifað nokkrar sögur um slíkar stundir úr eigin lífi, en það bíður betri tíma haha
Samt merkilegt hvað er alltaf gaman að lesa um svona "óhöpp" þegar maður á ekki sjálfur hlut að máli
Vona að polo hafi ekki verið orðið mjög kallt þegar hann var sóttur daginn eftir...
Bestu kveðjur frá Pite
Margrét B (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 10:02
Já systa sæl, ég er enn að jafna mig eftir þessa ferð en ég svo sem fékk makleg málagjöld þegar ég var send á verkstæðið að sækja bílandsk... og var sagt að hafa budduna með! Enda þrumaði ég greyinu á góðri ferð niður Smárahlíðina til hefna mín á honum :) Og þessi orkudrykkur er meiri sprengjan, þyrfti svona þrjá til að ég gæti farið að þrífa heima hjá mér ;) En allt fór vel að lokum og húsið verður kvatt í dag. Sé þig á fundi kerlingin kv H
Hildur (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 07:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.