Dammdamm

Smá pása frá lærdómnum og ég strax komin í bloggið já maður verður nú að láta netheima vita hvað maður er að bralla. Búin að læra slurk í kvöld en enn er mikið eftir ójá. En ætla ekki að ræða það núna einu sinni.

Mikið að gera í vinnunni í morgun, sumir dagar eru á hvolfi og þá gleymir maður að taka með sér út af stöðinni lykla, lyf og slíkt sem gerir það að verkum að maður er seinni að öllu. Meira að segja tók með mér lykla heima frá einum MS sjúklingnum mínum jahérna.

Mamman mín er búin að kaupa sér íbúð, fólkið tók barasta tilboðinu hennar. Ofsalega falleg íbúð og ég hreinlega öfunda hana af henni og sérstaklega eldhúsinnréttingunni my gad hún er svo flott. En þetta er frábært, ætlum að reyna að ganga frá þessu í vikunni s.s. að skrifa undir og svona sjáum til hvernig heilsan hjá konunni verður.

Eyþór renndi upp í Mývatnssveit með Hågan til að leyfa honum að dýfa sér í jarðböðin, og ég hef s.s. séð hann samanlagt í dag í 10 mínútur ca og hitti hann svo bara í fyrramálið smá stund, já svona er að vera í hjónabandi, eitt jákvætt maður getur ekki fengið leið á hinum aðilanum eða hvað.

Helvíti slæm í hálsinum í dag, vöðvabólgan alveg að fara með mig, Pétur doktor lét mig hafa Ibufen til að reyna að ná þessu úr mér en það virðist ekki ætla að ganga hratt fyrir sig, er komin með svima og læti en þetta fer fyrir rest, geri æfingarnar mínar og svona og þá kemur þetta allt saman

Tók eitt próf í dag úr verklega hlutanum sem við vorum í fyrir sunnan, tók það á mettíma og fékk 8,5 gerði tvær ferlega klaufavillur og eitt hreinlega bara vissi ég ekki en er alveg sátt við þessa niðurstöðu. Var að flýta mér því Katla búin að vera ergileg í dag og bæði Eyþór og Brynja upptekin þannig að ég greip tímann þegar hún sofnaði en hún svaf barasta ekkert mjög lengi haha en þetta gekk samt.

Vinna á morgun og svo læra og læra og læra, maður gerir lítið annað en það, enda íbúðin mín að morkna úr skít og ég ætla að leyfa henni það svona allavega framyfir prófið á föstudag, er mun jákvæðari fyrir hinu held það verði nú alls ekki eins erfitt.

Best að halda aðeins áfram og leggja sig svo

Sjúlli kveður Bless 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Æ já það er eiginlega allt á hvolfi hjá manni....þannig verður þetta bara að vera fram yfir próf... og kannski bara í allt sumar....sjáum til..  til lukku með prófið.. Erna glæsilegt.... ég klúðraði mínu alveg....  gleymdi að save-a fyrstu spurningarnar, sem voru léttastar  hrikalegt var greinilega ekki í sambandi.... annars var þetta ekki þungt próf.... þarna hefði maður geta fengið 10, en með trachycardiu- kast, ég fékk 7,5  það verður að duga....jæja best að reyna að halda áfram með lesturinn... gangi þér vel Erna að lesa og líka okkur hinum.... kv Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 29.4.2008 kl. 08:13

2 Smámynd: Kolbrún Pétursdóttir

Stelpur mínar, við tökum til í húsunum okkar að afloknum prófum, það drepur engann smá ryk og nokkrar hraðahindranir á gólfunum.  Kláraði vinnuhelgina mína í gær, snaraðist í prófið og gekk alveg þokkalega að undanskyldu að gera alveg einstakar klaufavillur, alveg ótrúlegt hvað maður getur verið meinaður stundum, ég hefði án efa drepið sjúklinginn með súrefnisgjöfinni sem ég vildi hafa honum til handa ! ! Nú er bara lestur framundan og gaman, gaman þegar þetta verður búið. kv, Kolbrún Pé.

Kolbrún Pétursdóttir, 29.4.2008 kl. 13:34

3 identicon

skítur hvað er það það stirnir á allt hjá mér ................... eeeeeeeee NOT :)

Svabbi sítróurass (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband