Allt það besta bara

Kominn tími á smá röfl frá mér ehakki. Maður má nú ekki alveg gleyma því að röfla á milli þess sem maður reynir að moka einhverri visku í kollinn á sér. Búin að læra nokkuð um helgina, ekki nóg samt því maður lærir víst aldrei nóg. Reyni að læra þegar litla krílið mitt lullar eða dundar sér sem hún er sem betur fer að verða nokkuð dugleg við.

Vil titla mig sem einstæða móðir, því heimilisfaðirinn hefur varla sést hér undanfarnar vikur og kemur ekki til með að sjást fyrr en í næstu viku já eða þarnæstu eða bara seinna. Eru að klára í dag að taka upp plötuna og þá tekur bara eitthvað annað við. Já svona er þetta *pirr*

Hef lítið gert um helgina annað en að éta, læra, éta meira og þvo þvott. Frekar einhæft líf eitthvað, kíkti í kaffi til pabba í gær en hann svaf sína fyrstu nótt í nótt. Er í rólegheitunum að koma sér fyrir og verður bara virkilega huggulegt þarna hjá honum, enda íbúðin alveg ofsalega falleg og skemmtileg. Býr á 5 hæð í lyftublokk og er með gríðarlega fínt útsýni, ætla að láta hann taka frá fyrir mig stúkusæti í sólstofunni á gamlárskvöldLoL

Hef verið nokkuð dugleg við að hjóla undanfarið og fór ég með Kötlu í hjólatúr á fimmtudaginn og vildi ekki betur til en svo að stýrið litla sofnaði bara fyrir aftan mig, greinilega gott að sitja í hjólastólnum, þannig að við fórum bara heim að skoða blómin og grasið í garðinum:)

Enginn friður núna, stubburinn litli er með kaffiboð þannig að það er eins gott að henda sér í platkaffi og gerviköku.

Sjúlli kveður gervisvangur..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Litla sæta,,,bara sofna í hjólatúr, greinilega mjög róandi að hossast svolítið..:)

Þetta með úrið Erna,, þetta er engin vitleysa, Fannar færði mér þetta þegar hann kom frá svíþjóð núna í apríl, þetta er fyrsta úrið sem ég eignast um ævina þannig að það er ekki skrýtið að þér hafi fundist þetta furðulegt...
Bara gaman að sjá hvað þú þekkir mig ferlega vel....:)

Bestu kveðjur frá mér til ykkar*

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband