Djöfull er ég flottur..megaháttar báðu megin

Vá hvað ég er orðin eitthvað þreytt á þessum endalaus verkefnum eitthvað, alltaf nóg að gera á öllum vígstöðvum sýnist mér. Búin að læra í allt kvöld og í morgun náði ég að læra slurk en mikið verk enn óunnið.

Pabbi kom í dag með Moltutunnu handa mér þannig að nú getur maður farið að búa til sína eigin mold, já já maður er nú ekki vinstri grænn fyrir ekki neitt. Svo arfleiddi hann Brynju og Eyþór af harmonikkunni sinni og sá síðarnefndi gekk hér um gólf og trallaði á nikkuna, fer líklega að leggja orgelið á hilluna og spilar á gömludansaböllum í Lóni á næstunni tja hvað segiði um það.

Fórum í morgun við hjónin með örverpið út að hjóla rúmlega 8 urðum að prófa fína stólinn sem Hilla móa og co gáfu henni í jólagjöf og þetta var svo gaman, gott veður, og verulega glatt barn fannst þetta sko ekki leiðinlegt. Eyþór fór svo að vinna en við dunduðum hér heima fyrripartinn en fórum svo til ömmu Lilju og Hildar líka seinnipartinn. Snilldar veður búið að vera og ætlaði ég reyndar að vera gríðarlega dugleg að rölta með lilluna mína í bæinn en svo bara nennti ég því ekki. Leti já eiginlega

Núna er mín tónlist hrotur frá karlinum, enda þreyttur eftir mikla vinnu síðustu daga, var í allan dag að æfa með Hymnodiu en þau eru að fara að taka upp plötu í vikunni og verður vinur Eyþór hérna frá Finnlandi en ég held að hann sé að taka upp fyrir þau. Já verður maður ekki bara orðinn mellufær í finnsku tja ekki tjái ég mig mikið á enskunni þó svo að ég sé alveg mellufær í henni samt og skilji hana alveg. Verð geðveikt upptekin bara:)

Frikki snigill er glaður kominn í eigið húsnæði alltsvo eigið eigið húsnæði, því hann bröltir jú um með húsið á bakinu, en við settum mold og kál og ýmislegt góðgæti í box og núna bara tjillar hann og hefur það huggó, nennir nú samt ekki að vakna nema þriðja hvern dag en ég myndi nú líka gera það ef ég væri snigill.

Best að hætta að röfla þetta og fara að læra smá meira já eða sofa kannski bara þar sem það festist ekkert í hausnum á mér þegar ég er orðin svona þreytt. Hver vill vita hvað Kalsíumgangalokar eru já eða ANgiótensín II blokkar tja ég á að vita hvað þetta er en hef samt ekki hugmynd. Merki um að ég eigi bara að fara að sofa og njóta þess að hrjóta eins og eiginmaðurinn gerir svo snilldarvel í stofunni, svei mér ef hann hrýtur ekki einhverja sónötu já eða eitthvað fúga eða bara popplag í G.

Sjúlli kveður með fullt af aukaverkunum...... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Það er svo skemmtilegt að lesa bloggið þitt...en þetta með verkefnin og bara yfir höfuð lærdóminn frekar mikið.... það er bara spurningin hvar á maður að byrja...  það er kannski best að byrja á byrjuninni  hvernig gekk með lokaprófið síðan í fyrra?, ég á það eftir.... gangi þér áfram vel Erna að læra... kv Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 21.4.2008 kl. 08:58

2 identicon

Ég held að það sé nær að þú lærir eitthvað í sænsku á meðan Håkan verður í heimsókn hjá ykkur þar sem hann er sænskumælandi Finni, en talar vissulega finnsku líka
Ég bið að heilsa honum (þrátt fyrir að ég hitti hann síðast áðan) en hver hefur ekki gott af smá kveðju?
Og fyrst að ég er farin að gefa þetta svona svona út um allt þá skelli ég nokkrum til ykkar líka
og vona að lífið leiki við ykkur á fróni

 Bestu kveðjur

Margrét B (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 19:33

3 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Hmm.. hef heyrt um þessi kalsíumgöng, eru það ekki "ljós-við-endann-á-göngunum"-göngin mwahaha

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 22.4.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband