Snigillinn Friðrik

Já það er s.s. komið nýtt gæludýr á heimilið og er snigill sem hlaut það skemmtilega nafn Friðrik, án þess þó að gengið hafi verið úr skugga um að hann sé kkLoL Hann er s.s. franskur að uppruna og kom hingað á heimilið með vínberjaklasa sem keyptur var í ónefndum stórmarkaði hér á bæ.  Ég sem er ljóska eins og flestir vita, ætlaði að fara að henda pokanum undan vínberjunum þegar ég sé þennan líka flotta kuðung og var dágóða stund að velta fyrir mér hvernig kuðungur gat lent í vínberjapoka, því aldrei hafði ég séð svona ekta snigil með hart hús á bakinu:) En Brynja sem þó er ljóska líka, vissi nú strax hvað þetta var og var verulega hneyksluð á mömmunni að halda að þetta væri kuðungur. Þannig er það nú og núna býr hann í herbalife hristiglasi en á eftir að fá betra húsnæðiCrying Eyþór fór auðvitað að slefa um leið og hann vissi að þetta væri snigill og sagði "étum hann" eins og við færum að borða Ronaldo eða Snúð, halló þetta er einn af heimilisdýrunum núnaInLove

En að öðru, nei ég er ekki búin að vera dugleg að læra, en reyni þó, sofnaði í gærkvöldi þegar ég byrjaði að lesa, eitt kvöldið var One Tree Hill og ég bara varð að sjá það, er reyndar aldrei upplögð að læra á kvöldin en það er samt eini tíminn sem ég hef, æi nenni ekki að tala um lærdóm.

Fórum í labbitúr í bæinn ég, Brynja og Katla í góða veðrinu, 10 stiga hiti og þvílík stemning í miðbænum, allir að fá sér ís og svona, Kötlu fannst mjög gaman og röflaði heil ósköp allan tímann, liklega verið að segja okkur Brynju eitthvað merkilegt en við vorum á kafi í að slúðra sjálfar og vissum ekkert hvað hún var að rausa. Fórum á hótel KEA og sóttum atvinnuumsókn fyrir Brynju en hana langar alls ekki að vera í vinnuskólanum þannig að nú verður sótt um allt, ætlar að sækja um í Kristjáns niður í miðbæ fær vonandi eitthvað annað en unglingavinnuna.

Kíktum svo aðeins í Bónus og á mömmu seinnipartinn og fórum svo heim að dansa Bumm bumm dansinn say no more.

Eyþóri gengur vel með dæluna og vonandi verður svo bara áfram, er að vísu að myrða sig í vinnu en hver gerir það ekki á þessum síðustu og verstu tímum. 

Best að fara að kíkja á hvað hinir eru að gera 

Sjúlli kveður sætastur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Til hamingju með nýja heimilismeðliminn....það er ekki slæmt að fá þau bara svona í innkaupapokanum...svo er spurning með fjölgun getur hann það ekki "einn" man þetta ekki alveg , þannig  að það er ekki útilokað að Eyþór fái sniglamáltíð... gangi þér betur að læra en mér Erna (mér finnst ég vera að drukkna) kv Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 18.4.2008 kl. 15:26

2 Smámynd: Kolbrún Pétursdóttir

Þetta með nýjasta gæludýrið, oj bara, út með kvikindið !  Þar getur nú samt verið spurning með aukabúgrein á síðustu og vestu tímum, bara vangaveltur ! kv, Kolbrún Pé.

Kolbrún Pétursdóttir, 20.4.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband