30.10.2006 | 18:37
Dagur að kvöldi kominn
ójá hversu frumlegur getur maður nú verið og ofvirkur í blogginu svo ekki sé meira sagt. Dagurinn liðið hratt, Eyþór búinn að vera að vinna og rétt skaust heim í 2 tíma og er svo farinn aftur.
Hlakka til að fara að vinna fast eins og allir, er yfirleitt búin að öllu um 10 á morgnana af því sem ég ætla að gera og svo líður dagurinn við að leita sér að einhverju að gera fyrir utan að sauma gardínur hóst..........
Fékk s.s. vinnuna 50% á Hlíð og byrja um miðjan , vinn frá 8-12 og aðra hverja helgi, valdi að vinna jólin núna þar sem Eyþór er að vinna þá líka en verðum bæði í fríi um áramótin og Brynja heima. Rakel sefur fram að hádegi um jólin þannig að hún verður bara við það að vakna þegar ég kem úr vinnunni, sem er bara gott
Bakaði eðal súkkulaðiköku í dag sem við Brynja skófluðum í okkur þegar hún kom heim úr skólanum, afmælisgjafirnar eru enn að streyma til hennar og fékk hún í dag gjöf frá pabba sínum og fjölskyldu en það var óskadraumurinn Man. united búningurinn, tóm gleði yfir því
Best að við mæðgur förum að næra okkur og Martein auðvitað er að búa til refafóður sem er alveg eðalgóður heitur réttur:)
Sjúlli kveður glaður með nýju vinnuna
Flokkur: Menning og listir | Breytt 31.10.2006 kl. 07:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.