Það er kominn mánudagur!!!!!!!!!!!11

Maður varla fattar orðið hvaða dagur er þar sem allir dagar renna einhvern veginn í eitt eða hafa allavega gert hér á þessu heimili síðustu daga. Pest eftir pest búin að stinga sér niður hér hjá okkur og einnig nærliggjandi heimili, hlýtur að fara að taka enda. Eyþór fór í vinnuna núna í morgun með snýtuklúta í öllum vösum og ég ligg hér upp í sófa kolstífluð, lýsið var svolgrað í morgun þannig að þetta er að verða búiðÖskrandi

Var hringt í mig af Öldrunarheimilinu Hlíð á föstudaginn og mér boðin vinna, átti að vísu umsókn þar og búin að eiga lengi en bjóst alls ekki við að fá neitt þar. Á að koma í viðtal á eftir, hef ekkert fast í heimahjúkrun nema svona tímavinnu sem er að vísu alveg fínt en á meðan ég get unnið þá vil ég vinna, væri fínt að fara í 60% vinnu svona fram að fæðingu en sé til fæ kannski ekkert svo það er best að gera sér engar vonir.

Héldum smá kaffiboð í tilefni þess að Bimban okkar varð 13 ára, flestir voru nú samt veikir en hraustleikatröllin á Húsavík s.s. Elín og co komu brunandi...Mási bró var að fara að skella sér á árshátíð hjá sjúkrahúsinu með kjellunni sinni efast ekki um að það hafi verið alveg brill, skemmti mér alltaf konunglega á þeim samkomumKoss Hildur kom líka með sína litlu púka og mömmu en þetta var fínt. Brynja fór svo og gisti hjá vinkonu sinni og kom ekki heim fyrr en seint í gær...nennir ekkert að hanga yfir gamla settinu og allra síst þegar þau eru eins og síðustu daga.

Annars er allt bara við það sama svona eiginlega. Veðrið hérna er rosalega fínt, allt orðið autt aftur en það stendur nú ábyggilega ekki lengi, á að kólna og hlýna og kólna, ekki skrýtið þó landinn fyllist af hori.

Marteinn er farinn að láta finna fyrir sér, virðist ætla að verða kraftmikill krakki miðað við kikkin sem hann gefur manni undir naflann, flottastur. Eyþór dundaði sér við að mæla á okkur bumburnar, ég hafði vinninginn og hann var glaður, það hefur líka aldrei skeð áður að hann sé með minni en ég...stendur ekki lengi er á meðan erSaklaus

Enn ekki búin að sauma gardínur fyrir stofuna, efnið liggur í poka inni í skáp orðið 2 mánaða gamalt, vorum að vísu bara að fá stangirnar fyrir gluggana en hefði alveg getað verið búin að rimpa þeim saman. Ætlaði líka að vera byrjuð á að gera jólakortin, var byrjuð um þetta leyti í fyrra en ekkert byrjuð heldur að gera í þeim efnum núna, lýsir best letinni sem er í gangi hér.

Best að fara að týna á sig einhver tjöld ef maður ætlar að fara upp á Hlíð og kanna vinnuaðstæður, fengi að vinna í nýja rýminu sem er verið að opna á morgun jibbí, allt glænýtt og flott vinnuaðstaða eftir því sem maður hefur heyrt.  Hætt að bulla les þetta enginn hvort sem er en samt gott að geta röflað svona á prenti, líður alltaf eitthvað vel á eftir þegar ég er búin að bulla.

Hafið það gott lömbin mín og já það verða sko etnar rjúpur um jólin engin spurning.......

Sjúlli kveður á leið í larfana


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband