9.4.2008 | 21:16
Klárlega að læra
Ég er að LÆRA jahá en varð að taka smá pásu þar sem hugurinn var kominn á flug og hættur að fylgja eftir lungnasjúkdómum og lyfjum jahér. Finnst eins og allir séu hættir að blogga, búin að fara á fullt af síðum í dag en hvergi neitt nýtt, hvað er þetta ekkert að frétta
Var að skoða íbúð í dag með mömmu, alveg prýðilega íbúð bara, kemur í ljós hvað verður um að gera að íhuga málin í rólegheitunum bara. Elín sys kom hérna kl 7.30 í morgun með fullan bíl af kössum frá Húsavík sem fór í sameignina hja mér þar til mamma verður komin með íbúð. Ætlum að renna svo austur á laugardag, við öll hér og Hildur og fjölsk og reyna að klára það sem þarf að klára, pakka með pabba því sem eftir er og svona bera dót hingað og þangað:) Ætlaði reyndar að fara að horfa á Þrekmeistarann á laugardagsmorgun þar sem deildarstjórinn mín hún Dísa er að keppa í einstaklings en ég verð að gera það seinna bara, get ekki verið á mörgum stöðum.
Fór í klippingu í dag er ekki lengur bara sæt heldur rosalega sæt, maður verður nú að vera ánægður með sig eða hvað. Hef ekki hlegið lengi eins og ég gerði í klippingunni, er nefnilega með svo klikkaða hárgreiðslukonu haha alger snillingur.
Á ég ekki bara að halda áfram að læra eða hvað jú svei mér, er í fríi á morgun og föstudag þar sem Eyþór er að fara suður og vonandi get ég verið ógeðslega dugleg. Svava mín við rúllum þessu upp gæskan
Sjúlli kveður agalegt rassgat
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já það er leikur að LÆRA eða þannig þetta er frekar tilbreytingar snautt líf þessa dagana maður er að reyna að halda sig við lærdóminn, þegar maður er ekki að vinna ég er t.d. alveg að fara að kaupa mér tonna tak til að festast mig við stólinn svo að ég haldist við námsbækurnar jæja best að hætta þessu kvarti. Ég heyrir að það er mun meira að gera hjá þér þessa dagana Erna,meiri dugnaðurinn í þér......gangi þér vel í fríinu að lesa og flytja með mömmu þinni "Erna sæta nýklippta" kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 10.4.2008 kl. 08:46
ástæðan fyrir mínu bloggleysi er að kallskömmin mín fór með tölvuna til svíþjóðar..en nú er hann kominn heim og þarafleiðandi talvan líka svo ég get haldið áfram að blogga. Lemjum hann ef hann fer aftur með tölvuna..!!!
Knús á ykkur...
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 21:50
já Erna við rúllum þessu upp ekki spurning kanski spurning um að lesa bara secreat en ekki námsbækurnar þá reddast þetta :)
svavan (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 09:44
Ertu enn að læra góða mín..????:)
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.