23.10.2006 | 19:37
Snjór og læti
Loksins kominn snjór, búið að vera þvílíkt fallegt veður hér í dag, búið að snjóa í logni og virkilega flott veður. Vorum löt hjónin og fórum ekki út úr húsi fyrr en um 6 leytið í dag, Eyþór að vinna en ég að ná í Brynju á æfingu, er nú frekar hált að keyra og einn og einn árekstur verið hér í dag, eins gott að ég var inni haha
Síðustu dagar hafa verið frekar slakir hjá mér búin að vera með þvílíkasta kvefið og horið að það hálfa væri nóg, held án gríns að ég hafi aldrei á ævi minni fengið kvef sem er eins slæmt og eins lengi og þetta virðist ætla að vera. Fór í vinnuna á föstudagsmorgun með tæplega 38 stiga hita og mikið var gott að komast heim.....
Fórum í mæðraskoðun á fimmtudag og heyrðist mikill og góður hjartsláttur og allt í þessu fína lagi, Marteinn virðist bara stækka og dafna eins og mamman sem vex í allar áttir um þessar mundir og nýtur þess fyllilega, vandamál sem verður tekið á eftir að Marteinn hoppar í heiminn...haha
Er að leggja lokahönd á peysuna hennar Brynju, búin að hamast síðustu daga því ég vissi að mamma væri að koma í dag ætlaði að gabba hana til að setja rennilásinn í en þá auðvitað hætti hún við...gabba hana bara næst þegar hún kemur allavega til að vera mér innan handa....mamma er það ekki vænan mín
Brynhildur Sól og foreldrar ráku hér inn trýnið í morgun, en litla stýrið svaf en umlaði aðeins annaðslagið köttunum mínum til mikillar hræðslu, vissu ekki hvaða org þetta voru né hvaðan þau komu, verða nú að fara að venja sig við það blessaðir. Þegar ég var ólétt af Brynju átti mamma kött sem vildi hvergi vera nema ofaná bumbunni á mér og þegar Brynja sparkaði stökk hún hátt í loft og skildi ekkert í þessu ólátum, og svo eftir að Brynja fæddist vildi hún bara liggja ofan á vagninum hennar og vera hjá henni, kom um leið og hún byrjaði að gráta og þess háttar...magnaðir þessir kettirskemmtileg saga
Hef ekkert að segja af viti frekar en svo oft áður...ætluðum að fara á Mýrina í gærkvöldi en ég missti heyrnina þannig að við stefnum á familian að fara saman á miðvikudagskvöldið........bíð spennt.
Höfum nú ekki enn getað tekið okkur frí saman en vonumst til að gera það mjög fljótlega þó ekki væri nema fara eina helgi í bústað eða eitthvað...
Hætt að bulla um ekki neitt...
Sjúlli kveður í syngjandi sveiflu
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.