24.3.2008 | 09:54
Second day of peisk
Já tungumálin hafa alltaf verið mín sérgrein og ekki er dóttir mín síðri á þeim vettvanginum. Var s.s. að koma úr ferð frá Barcelona þar sem auðvitað var hrikalega gaman. Svo voru alltaf skráð niður svona comment sem stelpurnar gáfu frá sér og í eitt skiptið þá villtist bílstjórinn þeirra á Spáni og mín svona þolinmóð eða hitt þó heldur fannst þetta orðið gott og kallaði til hans "bílstjóri are we wild" haha mér fannst þetta snilld hefur þessa enskukunnáttu klárlega frá mömmunni
En nóg um það páskarnir á seinna hundraðinu, þessi hátíð búin og var einkennilega fljót að líða. Fékk páskaegg í gær sem ég reyndar þurfti að fjárfesta í sjálf, var frekar vont, þannig ég borðaði bara Brynju egg enda keypti ég það líka Fékk málshátt, man hann ekki þannig að við skulum ekki velta því meira fyrir okkur.
Katlan litla hélt upp á afmælis sitt á laugardag eða hélt og ekki hélt, komu nokkrir í kaffi og með því. 1 árs daman. Fékk margt skemmtilegt og fallegt. Vöknuðum snemma í gærmorgun, Eyþór var að fara að spila í messu og vaknaði 5.20 við Katla líka Síðan skreið ég inn í rúm um hálf elleftu í gærkvöldi eftir að hafa unnið Brynju alltaf í spilum haha gott á hana (ok hún vann oftar enda svindlaði hún) og ég gafst upp á að hlusta á eiginmanninn hrjóta í takt við tónlistina í Little trip to heaven sem hann var búinn að bíða lengi eftir að sjá, skal segja ykkur það ZZZzzzzz.
Vinna á morgun, spurning hvar Kötlu verður troðið held samt að Brynja sé í fríi hún reddar okkur þessi elska hmmm ekki satt.
Er að prenta út fullt af vísdómi til að lesa og ætla að hætta þessu bulli hér og framkvæma það
Sjúlli kveður stútfullur af súkkulaði
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með Kötluna vorum einmitt að rifja það upp að hún hlyti að fara að eiga afmæli þar sem að það er komið ár síðan við sóttum um í Svíþjóð og fæddist snótin einmitt á sama tíma
Þetta var greinilega ekki svo vitlaus pæling hjá okkur, haha.
Vonum að allt sé gott
Bestu kveðjur
Margrét og Gísli (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 07:38
hahaha ómar sagði einu sinni við taxa bílsstjóra can you drive me to the next speedbank please:)
átti semst að þýða hraðbanki hahahahahah
svava (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.