18.3.2008 | 13:54
Gleðin tekur öll völd eða hvað.........
Enn á ný er hiti frændi kominn í heimsókn. Vaknaði í nótt við lítinn heitan búk sem reyndi að troða sér inn í mömmuna, var komin með þennan líka mikla hita. Ég fór í vinnuna, fékk að losna við eina vitjun og fór svo heim s.s. um rúmlega 10 en þá var Óskar Pé að hampa henni en hún er eitthvað lasin litla greyið ekki kvefuð samt af neinu viti. Alltaf bara hiti. Varð að fresta því að hitta verknámshjúkkuna mína hana Hörpu leiðinlegt, en ætla að reyna að svindla mér til hennar á morgun ef Katla verður spræk tek ég hana bara með mér.
Brynjan mín er í sælunni á Barcelona, ekki mikil sól þar en hiti á bilinu 17-23°sem verður nú að teljast bara fínt. Töpuðu fyrsta leiknum sínum 3-1 en unnu seinni 7-3 minnir mig og svo eru þær að keppa í dag en veit ekki hvernig það hefur farið enn. Þær eru svo heppnar stelpurnar að það eru yndislegir fararstjórar með þeim og líður mér mun betur með það að vita af svoleiðis, maður hættir líklega aldrei að hafa áhyggjur af þessum börnum sínum:) Brynja á 15 ári og ég er alltaf eitthvað með áhyggjur af henni ekki að þess þurfi alls ekki en svona eru þessar mömmur.
Hef lítið svo sem segja, er að fara að gera skattaskýrsluna fyrir hana mömmu mína, bíð alltaf með það fram á síðustu stundu liggur við, merkilegur ávani en ég er skotfljót þegar ég byrja. Mín fer til endurskoðanda ásamt Eyþórs skýrslu þannig að ég þarf ekkert að hafa áhyggjur af því.
Best að fara að gera eitthvað meðan krílus sefur
Sjúlli kveður "skárri en síðast"
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ hæ... æ þessar pestar herja mikið á litlu krílin.... vonandi lagast þetta fljótt... annars er þetta eiginlega sagan endalausa með þau greyin ... og svo er það þetta með eldri börnin maður hefur alltaf áhyggjur af þeim alveg sama hvað þau eru gömul t.d. er þessi fótbrotni hjá mér aðeins 24 þannig að ég skil þig vel með Brynju svona er þetta bara.... gangi þér vel Erna að lesa glósurnar og bestu óskir um gleðilega páska og njótið þeirra vel..... til þess eru þeir.. Kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 19.3.2008 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.