10.3.2008 | 14:01
Drungi um drunga frá drunga til drunga!!!
Var heima í dag með litla krílið mitt, hún búin að vera ýlin líklega tönnslur að koma, ekkert viljað borða nema kalda gúrku og spænir hana í sig
Mamma veiktist á laugardagsmorgun og Hildur brunaði með hana upp á FSA kl 7.30, leit allt vel út en kom svo bakslag í nótt og er verið að bíða eftir rannsóknum núna. Við Katla heimsóttum hana í gærdag og var hún nokkuð spræk bara, Kötlu fannst voða gaman og þurfti að grandskoða rúmin enda heyrist sko vel í þeim þegar þau eru hrist
Í dag er verið að jarða fyrrverandi samstarfskonu mína , var fyrst að vinna með henni á Selinu og svo á Hlíð, endalaust sorglegt þegar fólk á besta aldri kveður þennan heim en svona er nú bara lífið. Finn til með öllu hennar fólki
Annars lítið að frétta, er frekar orkulaus eitthvað í dag, mikið að læra en ég er svona ca hálfnuð með verkefni um þarfir heilabilaðra. Hef endalausan áhuga á þessum sjúkdómi. Búin að vinna með mörgum Alzheimersjúklingum en hef í raun kannski aldrei vitað almennilega hvernig maður á að koma fram við þá og sinna þeim, finnst svolítið vanta upp á fræðslu um þennan sjúkdóm inni á stofnunum sem og á öðrum þeim stöðum þar sem þeim er sinnt. Mikið sem hægt er að gera til að láta þeim líða vel og halda reisn áfram þrátt fyrir þverrandi minni og skapgerðarbresti. Nóg um það.
Katla sefur núna, svo ég ætla að fara að læra smá, þarf svo að fara með stóra barnið mitt til læknis kl 17 þar sem munnurinn á henni er allur í rauðum flekkjum og tungan með mikilli skán, líklega bara sveppasýking hér á ferð en eins gott að fá eitthvað við henni þar sem hún er líka að fara út á föstudaginn:)
Minni á að við erum með eðallakkrís hér til sölu, 1 kg á 1000 kr til styrktar 3 fl kvk þór, fengum bara 15 kg þannig að hver fer að verða síðastur, mjúkur og ógeðslega góður er langt komin með 2 poka ekki ein samt
Sjúlli kveður fullur af visku
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég er svo sammála þér með að það sárvantar fræðslu um hvernig á að koma fram við Alzheimersjúklinga,, ég er einmitt að vinna með nokkrum og ég veit í raun ekkert um hvað þetta snýst allt... Spurning um að fara að frekjast aðeins og fá fræðslu..!
Ekki gott að Brynja er með svona munnleiðindi,,það er nottulega ekkert meira pirrandi en að vera með pirripirri í munni...oj...
Ég var ægilega heppin Erna núna.,,þegar ég flutti hingað í fyrra henti ég engum kössum,,ætli ég hafi ekki bara vitað að ég yrði hér ekki mjög lengi,,,allavega.. ég ætlaði að sækja þessa kassa áðan til að pakka en Fannar var búin að fara með þá uppá loft,,og ég er ekkert að fara þangað og Fannar kemur ekki heim fyrr en ,...einhverntímann þannig að dagurinn í dag fer bara í að HUGSA um að pakka...)
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 14:26
Það er sorglegt þegar fólk deyr fyrir aldur fram....bara ömurlegt...
En þetta með lakkrísinn mig langar frekar mikið í hann... ég hefði komið á hlaupum hefði ég verið nær... það var kannski lán í óláni að vera langt í burtu... ég verð þá alla vega ekki veika af honum á meðan...ég var að leggja síðustu hönd á heilabilunar-verkefnið á bara eftir að hreinskrifa... mjög áhugavert efni... ég er sammála það vantar fræðslu til fólks sem sinnir fólki með heilabilun....vonandi fær Brynja eitthvað gott hjá doksa....gangi þér vel í lesiríinu.... kv Anna Ruth að fara í pásu....
Anna Ruth Antonsdóttir, 10.3.2008 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.