5.3.2008 | 17:33
Bloggedí blogg
Sit hérna núna á neðri hæðinni og prenta út einhverja tugi eða hundruð blaðsíðna í náminu mínu. Ótrúlegt magn enda engar bækur í þessum áfanga:) Gaman að því, var að skoða heimasíðu Fjölbrautarskólans í Ármúla og þar eru bara böns af myndum af okkur staðlotugellum og líka dagskólagellum ef ykkur langar gríðarlega til að skoða það þá er það hér
http://fa.is
En verðið að copy og paste bara í gluggann:)
Mikið að gera í vinnunni sem aldrei fyrr skal ég segja ykkur, fór í tja hverju á ég að ljúga fór í 6 vitjanir í morgun og þar af voru 3 böð en var samt búin á fínum tíma. Mikið álag núna í heimahjúkrun margir sem þurfa aukna aðstoð en til þess erum við einmitt.
Búin að fá að vita hvar ég verð í verknámi, ég verð á Víðihlíð hjá henni Hörpu KRistjáns sem er bara snilld, ætla að hringja í hana á morgun og fá að vita hvenær ég megi byrja vonandi bara sem fyrst eftir próf.
Brynja er á fullu að æfa fyrir árshátíð en þau ætla að setja á svið Emil í kattholti og eru miklar æfingar fyrir það, allir dagar nýttir núna enda fer að styttast í þessu. Barcelona eftir 8 daga hjá henni, farið að bera á smá spenning hjá henni annað væri nú skrýtið
Mamma kom og passaði Kötlu fyrir okkur í gær og gekk að sjálfsögðu svona líka ljómandi vel hjá þeim, Katla hin sperrtasta og amman líka, gott að gekk vel, efaðist svo sem ekkert um það en mömmur eru til að vera stressaðar.
Eyþór byrjaður að vinna á fullu og hefur tekið Kötlu aðeins með sér í vinnuna og það gengið líka fínt, Katla voðalega hrifin af Óskari Hafsteini og þau miklir vinir. Spurning hvort maður ráði hann sem aupair nei segi svona.
Allir sprækir að öllu leyti, fer að styttast í að Rakel komi heim en hún er að spá í að koma í maí fyrr en venjulega. Greinilega gott að vera á Íslandi hef svo sem aldrei efast um það.
Best að hætta að tala um ekki neitt
Sjúlli kveður á leið í bjúgnaveislu:)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:06 | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki alveg að ganga að opna þessa síðu þarna... veit ekki hvort það er ég eða....þú...:)
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 18:12
Mumumumu mundu eftir mjólkinni:) Það var ég nú ert þetta komið í lag og þetta er bara efst á síðunni:) Erum svo hottý þarna:)
Móðir, kona, sporðdreki:), 5.3.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.