9 mánaða fæðingarorlof og börnin sjálfala eftir það

ER að verða frekar þreytt á þessari þjónustu hjá símanum. Vorum familian búin að koma okkur fyrir og ætluðum að fara að horfa á Harry Potter nýjustu myndna en nei þá fraus allt draslið þegar nokkrar mínútur voru liðnar þoli ekki svona, einhver bilun hjá þeim var sagt þegar Eyþór hringdi, finnst það nú vera ansi oft. Þannig að við horfðum ekki meir á mr. Potter.

Ætluðum að fara á gönguskíði hjúin í dag en nenntum ekki þar sem við þurftum að gera svo margt annað, fórum á kaffihús og með Brynju að finna sér árshátíðarkjól sem hún fann, rosalega flottur. En árshátíðin er hjá henni daginn áður en hún fer til Spánar.

Fórum svo og fjárfestum í nýrri ryksugu þar sem sú gamla (sem var ekki gömul) dó. Hræðilegt að vera með ketti og enga ryksugu. Þarf alveg að ryksuga einu sinni á dag þannig að nú fer ástandið batnandi hér á bæ, var reyndar búin að ræna mömmu sugu en nú getur hún fengið hana afturLoL

Hef ekki verið dugleg að læra um helgina, ekki litið í bók og ég sem ætlaði sko að klára alla verkefnavinnu, verð að drullast í það á morgun að gera eitthvað, geri ekki mikið eftir að ég kem heim eftir vinnu nema þá helst á kvöldin. Var reyndar mjög dugleg á fimmtudaginn og kláraði 2 verkefni. En enn nokkur sem bíða og fullt til að lesa.

Eyþór er að fara að vinna á mánudag, ætlar reyndar að vera laus við þessa viku þar sem pössun er eitthvað ekki alveg á hreinu, vantar góða konu til að passa frá 10-13 veit einhver um konu? Eru 50 börn á biðlista hér á Akureyri eftir að komast að hjá dagmömmu og samt auglýsir bærinn "lífsins gæði". Finnst alltaf jafn fáránlegt að fæðingarorlof er 9 mánuðir s.s. 3 sem konan á, 3 sem maðurinn á og svo 3 sem annaðhvort má taka s.s. 9 mánuðir. En eftir það verður fólk að vera annaðhvort launalaust eða fara að vinna sem flestir bara þurfa að gera en hvað á að gera við börnin þegar leikskólar taka ekki svona ung börn og dagmömmur vantar. Fáránlegt kerfi. En svona er þetta nú bara, vantar svona ungbarnaleikskóla.

Hef ekkert að segja, ætla að fara að skríða upp í hjá litlunni minni henni Kötlu, Brynja er að fara að vinna kl 8 á Goðamóti brjálað að gera fyrir Spánarferð:)

Sjúlli kveður þreyttur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bíð mig fram í að vera barnapía...en það er víst eitthvað langsótt að þið getið keyrt hana til mín hingað í höfuðborgina.

Helga (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 01:07

2 identicon

Bara að kvitta fyrir komuna,
vona að pían finnist fljótt
svo eyðór megi vinna skjótt

Margrét Brynjars (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband