13.10.2006 | 19:51
Skipað ég gæti ef væri mér hlýtt:)
Mér er sagt að blogga og er ekkert nema hlýðnin og geri það, á meðan stendur karlinn fyrir aftan mig og þykist vera að gera líkamsræktaræfingar haha og það engar smá
Var að ljúka við að baka stafla af pönnsum þar sem það á nú að setja nafn á frænkuna mína nýfæddu á morgun, ætla svo að setja inn í þær í fyrramálið og búa til heitan rétt ógisslega dugleg:)
Brynja fór út að borða með pabba sínum, konunni hans og stjúpömmu sinni en stjúpafi hennar hefur legið þungt haldinn hér á sjúkrahúsi síðustu daga vegna þess að það sprakk slagæð í kvið heppinn að vera lifandi karlanginn eftir því sem mér skilst, vonum að honum batni hratt og vel og losni af gjörgæslunni.
Lítið að frétta annars skeður aldrei neitt hjá mér, fór á atvinnuleysisfund í morgun og finnst ég alltaf vera alger aumingi þegar ég er búin að fara á þessa fundi. Finnst svo hræðilegt að vera á bótum að ég veit að fólk trúir því ekki, vil fá að vinna fyrir mínu en stundum er þetta óumflýjanlegt þannig að.....en er nú aðeins að vinna hjá heimahjúkrun með, er að vinna á sunnudag og svo einhverja daga í nóv og svo eitthvað meira líklega í okt, annars finn ég að það er að verða svolítið erfitt að sinna sjúllastörfum með stækkandi bumbu
Eyþór getur ekki beðið eftir því að skírn ljúki á morgun því þá er hann rokinn í dal Búðanna Búðardal fyrir þá sem ekki tengja og ætlar að drita niður eins og 9 stykki rjúpur fyrir jólin, sá reyndar áðan að það yrði alveg kjörið rjúpnaveður á mánudag en þá má ekki skjóta rjúpur, hvað er málið með að banna veiðar mánud-fimmtud, fáránlegt:)
LEigðum okkur Da Vince Code og ætla að hendast í sturtu áður en gónið byrjar, látið fara vel um ykkur í kvöld lömbin mín og kvittið í fjandans gestabókina...
Sjúlli kveður alger lúser
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.