Honey I am home

Komin úr staðbundnu lotunni úr borginni. Þetta var svo gaman, hitta allar sem maður sem hefur aldrei séð og kennarann auðvitað. Fann mig alveg í því að sitja á skólabekk. Stofan okkar er verknámsstofa og voru í henni allar græjur til að kenna okkur eitt og annað. Fengum kennslu í að sprauta, bæði í vöðva og með insúlíni. Setja upp þvaglegg og fleira. Við æfðum okkur í því að gefa hvor annarri gervi insúlín, og stungum alveg hægri vinstri. Anna fórnaði rasskinn í risanál allavega 20 cm langa sem Guðrún kennari stakk í rassinn á henni ÁTJS, ok ýki aðeins með lengdina en ekki mikið.

Þetta var frábær hópur sjúkraliða auk kennara og fyrirlesara sem voru þarna. Guðbjörg Páls sem kenndi okkur um sár og sáraumbúðir er frá Húsavík kveikti loksins á perunni yfir því, var lengi að spá í hver hún væri og ég fattaði svo að ég vann með henni eitt sumar á gömlu Húsavík. 

Var svo heppinn að skólinn var í göngufæri við sjúkraliðaíbúðina, var rúmar 10 mínútar að tölta þetta og var bara vel vöknuð þegar í skólann var komið.  

Vorum svo með þrjá fjallmyndarlega stráka/stelpur sumir voru í miðjum kynskiptiaðgerðum, voru enn með karlmannslúkk á andliti en svo með kvenmannsklobba. Já svona gengur þetta fyrir sig. En þeir s.s. leyfðu okkur að troða þvagleggjum í sig og stinga sig alveg eins og við vildum og múkkuðu ekki einu sinni, enda við með einsdæmum mjúkhentarCrying Við lærðum ótrúlega mikið á stuttum tíma, vorum svo með dagskólakonum á fyrirlestri um sár og sáraumbúðir sem var mjög spennandi fyrirlestur. Reyndar var allt spennandi sem við lærðum hvað sem það var, helst svona sem mig langaði að sofna aðeins yfir voru hjúkrunarskráningarnar. En þetta er búið og það er voðalega gott að vera komin heim og fegnust var nú Katla litla að komast í bólið sitt.

Kvöldið áður en við fórum ældi Katla út um allt en það stóð stutt og var svo bara slöpp daginn eftir en við fórum um kl 3. Síðan á fimmtudagsnóttina byrjaði Eyþór að gubba eins og honum væri borgað fyrir það, þannig að ég svaf ekki mjög mikið, var sjálf agalega slæm eitthvað í maga en varð eiginlega ekkert úr því en var pínu þreytt í skólanum á föstudeginum enda sofnaði ég kl 19.30 um kvöldið og svaf til morgunGasp

Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, ætla að fara að leggjast til hvílu er ógeðslega þreytt

Sjúlli kveður yfir sig ánægð 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Það er alltaf svo gott að koma heim í sitt rúm og allt það  heima er best, en takk fyrir síðast,  þetta vara bara skemmtilegt....gaman að hitta þig og allar hinar, hópurinn small alveg saman,  frábært að hittast... ég er strax farin að hlakka til að hittast aftur.... það verður gaman að hitta restina af hópnum... ég er búin að setja myndirnar inn... vonandi fáum við fleiri myndir... t.d. þegar greyið fékk þvaglegginn... ég vona að einhver hafi tekið myndir þá... man það ekki alveg..gangi þér vel í verkefnunum....

Kveðja Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 24.2.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband