Tíu dagar hvað er málið

Já ekkert bloggað í heila 10 daga, og ég sem er þekkt fyrir munnræpu, greinilegt að maður er byrjaður að vinnaLoL Búin að vera að vinna í heimahjúkrun í heila viku og ég elska það hreinlega. Mikið er gott að vera þar og ég er búin að fá fastráðningu upp á 60% og fæ að bæta við mig ef ég vill kvöldvöktum sé til með það, sýnist þetta vera nóg með skólanum og öllu hinu. Búið að vera heilmikið í skólanum, dálítið af verkefnum og mikið lesefni þrátt fyrir að þetta séu bara 2 fög. Er svo að fara suður á miðvikudaginn í næstu viku og kem aftur heim á sunnudag jibbí skibbí. Hélt þetta yrði ferlega næs nei takk bara 8-17 skóli takk fyrir Gasp

Búin að vera veikindasería hérna á þessu heimili s.l. barasta held ég 2 vikur, Katla byrjaði á mislingabróðir og ég með kvef, hita og hálsbólgu, svo þegar Katla var búin að ljúka mislingadæminu þá fékk hún þetta ferlega kvef og fékk líka 1 tönn og önnur á leiðinniBlush Brynja fékk líka þetta yndislega kvef en þær eru á seinni sprettinum í því sem betur fer.

Fengum fullt af heimsóknum um helgina, Ágúst kom að sunnan og var um helgina, svo komu Lilja, Kiddi og Þóra og jú Fannar datt aðeins inn líka, svo gaman að sjá allt þetta gengi, Liljan mín komin með litla og fallega kúlu og lítur svo vel út eins og við gerum jú alltaf við frænkur ekki sattLoLÉg er nefnilega svo sæt (handarhreyfing yfir andlit) jájá maður getur verið ruglaður endalaust. Þóra og Kiddi eru að flytja hingað á Eyrina næsta sumar og verða í skóla hérna skemmtilegt, sér kannski liðið eitthvað oftar, ekki nenni ég austur hahaha.

Sá í dag að það er verið að fara að bjóða upp á enn meira framhaldsnám sjúkraliða á háskólastigi og verður það geðhjúkrun mjög spennandi diplóma nám sem á að vera held ég 2 ára nám. Verð ég í skóla þangað til ég dey, tja svei mér þetta er svo gaman en samt tekur þetta á:)

Best að fara að gera eitthvað af viti, var að klára 25 spurningaverkefni um sykursýki, haha kallinn með sykursýki þannig að ég snýtti þessu á augabragði tja svona næstum og lét hann fræða mig um það sem ég var ekki alveg klár á. Húrra fyrir mér.

Sjúlli kveður sykursæturKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já elskan við vorum, erum og verðum alltaf bjútíkvíns..:)

Takk fyrir að geyma mig og mína meðan Fannar brasaði sleðann sinn.,.. alltaf jafn kósí að koma til ykkar*

Sjáumst vonandi sem fyrst... Og Eyþór.. Ég er ekkert alltaf borðandi,,hún er að ljúga..:)

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 22:42

2 identicon

Mátt sko koma í geymslu, oft, alltaf, hvenær sem er, núna, bara ævinlega alltaf velkomin...já fyrirgefðu ég reyndi að yfirfæra mína átsýki á þig ljúfan haha ég er alltaf og þá meina ég ALLTAF étandi. Byrjuð núna að hlaupa og þegar ég er búin að hlaupa verðlauna ég mig með súkkulaðikexi, stabíl já það er ég:)

Ernan (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband