1.2.2008 | 23:01
Snilldar snyrtistofa
Fór í litun og plokkun í dag sem er svo sem ekki í frásögu færandi, nema ég ákvað að prófa nýju snyrtistofuna Lind í Hafnarstræti. Mér hefur nú alltaf fundist frekar vont að fara í þetta en jú allt fyrir fegurðina, sem reyndar er næg fyrir en alltaf getur maður nú á sig blómum bætt. HAHA
Jæja s.s. ég lagðist í stólinn eins og maður gerir, en hún byrjaði á að breiða yfir mig teppi, lét svo heita steina í sitthvora hendina og einn heitan stein undir hvora öxl. Síðan bara skellti hún á mig lit og þegar það var komið slökkti hún öll ljós og nuddaði á mér hálsinn og axlir með heitum steinum YNDISLEGT. Svo þegar liturinn var búinn að vera nógu lengi þreif hún og vaxaði og nuddaði svo augabrúnir og andlit með köldum steinum. Kom endurnærð út í snjókomuna aftur. Mæli 100% með þessu og þetta tók 20 mín. TÆR SNILLD allir á snyrtistofuna Lind og nei ég fæ engar prósentur er bara gríðarlega ánægður kúnni
Að öðru, Eyþór spurði mig fyrir svona 5 mínútum hvort ég vildi frekar horfa á Borat eða Mr and Mrs SMith og ég sagði mér væri alveg sama en heyrðist Borat eiga að verða fyrir valinu, núna sit ég í tölvunni og hlusta á hann hrjóta alveg ofsa hátt, já svona eiga kvöldin að vera
Annars er Brynja stödd á Húsavík á Samfés söngvakeppni og kemur um kl 1 í nótt. Var voða spennt í dag að fara skiljanlega, ábyggilega mikil stemning í gangi.
Ég aftur á móti á að vera að læra, náði nú að fjárfesta í tveimur bókum í dag, ein á ensku og efast ekki um að ég brilleri í því. Svo á ég eftir að kaupa eina danska og brillera ábyggilega enn meira í því. En bara gaman. Byrja að vinna á mánudag og hlakka til að fara að vinna á mínum uppáhaldsstað heimahjúkrun jibbí skippí.
Erla mágkona mín kom í morgun og var hér framundir hádegi en hún var að bregða sér í borgina, skutluðum henni út á völl um 11.30, öfundaði hana nú ekki af því að fara í flug en maður lætur sig nú svo sem hafa ýmislegt til að komast í borg Villa, nei Dags, nei Ólafs eða var það Villi. Mér fannst spaugstofan fyndin og fáránlegt ef maðurinn heldur að þetta hafi beinlínis verið persónuleg árás á sig. Hann verður að geta tekið gríni eins og aðrir. Allavega fannst mér þeir alls ekki fara yfir strikið bara fyndnir:) Hlakka til að sjá þáttinn þeirra á morgun og er viss um að hann slær áhorfsmet.
Var líka að horfa á þáttinn hans Bubba áðan og ef Bubbi er ekki flottastur veit ég ekki hver gæti hugsanlega verið það. Bara er aðdáandi nr 1 finnst þetta svo magnaður tónlistarmaður, flottur karakter og ég hreinlega bara dýrka manninn og dái. Nóg um það.
Sjúlli kveður geðveikislega sjúk í að verða borgarstjóri
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Sæta mín
Ég alveg elska svona dekur á snyrtistofum,,,ég er alveg viss um að þessi stofa er stútfull allan daginn..:)
Eitt með þessar stofur. Ég hef farið í andlitsbað í Hár&heilsu og það var voða fínt sko en svo fór ég hér á Snyrtistofu Öldu og mæ gad hvað það var miklu betra. Hér var bara nudd í hálftíma með á herðar og andlit og maður alveg gjörsamlega gleymdi heiminum. Þannig að .... mæli með Snyrtistofu Öldu á Egilsstöðum..:)
Það er snjósleðamót á Akureyri um næstu helgi og þar verður minn maður að sjálfsögðu....spurning er hvernig eða hvort þið stóru frænkur mínar eruð að vinna á laugardaginn því þó hann ætli að vera að sleðast allan daginn er ég ekkert svo viss um að ég geti/vilji/nenni að vera með honum, kannski maður bara fái að slæpast e-ð með ykkur stóru mínum,,,og litlu að sjálfsögðu...
Vá þetta var runa,,,bless í bili...*
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 21:38
Blessuð
Heyrðu eftir því sem ég best veit þá er ég í fríi um helgina var að vísu ekki búin að gá en þar sem ég er bara sjöttuhverju helgi þá væri það nú einstakt ef ég væri akkúrat að vinna þessa helgi. En hvort sem er þá væri ég bara að vinna til 12 þannig að vertu ævinlega velkomin:)
Ernan (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 18:09
Ljómandi ljómandi...:)
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 22:33
Bubbi er æði það segiur satt ;)
ja allavegana finnst manninum mínum það ...... spurnig hvort þetta sé aldurinn sem gerir ykkur svona mikið fan :) haha nei nei þetta var nú djók :)
kv
þessi unga :)
Svava (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 10:04
Já sko Ómar já við erum greinilega af sömu kynslóðinni eitthvað annað en þú Svava mín svona mikið barn:) Bubbi er bara sá flottasti sko ég fékk kallinn til að krúnuraka sig um daginn bara til að fá svona smá Bubba lúkk:) Var að spá í að krúna mig líka en held ég yrði minna sæt þannig ahhahaha...Kv þessi sæta
Ernan (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.