Vakna svo...

Ótrúlegt hvað maður getur orðið orðlaus í langan tíma. Kemur nú sjaldan fyrir mig en hef átt við ritstíflu að stríða í töluverðan tíma núna.

Fórum til Búðardals á mánudagskvöldið þar sem við hröktum tengdó úr rúmi, fallega gert af okkur:) Alltaf gott að koma þangað, Kötlu fannst Homer afskaplega óskemmtilegur fyrst, en þau voru orðin miklir vinir í lokin, þegar hann veifaði skotti, veifaði hún fótum í takt jája. Fórum svo suður á þriðjudagsmorgun þar sem ég átti að hitta 2 skrýtna lækna og Eyþór hitti sykursýkislækninn sinn í gær og var hann mjög sáttur eftir þann hitting. Er settur í forgang með dælu og var líka settur á nýtt insúlín en ef það virkar vel sleppur hann kannski við að fá dæluna allavega í bili.

Fórum ekki í neina búð, held það hafi aldrei komið fyrir áður að maður fari suður og fari ekki í búðir tja það var fínt.  Þurftum á þrjá staði en fundum ekki stæði á þeim stöðum fyrr en eftir langan tíma. Voðalega er mikið af bílum í Reykjavík. Fólk ætti nú kannski að labba og nota strætó meira en það gerir, nei segi svona. Mengunarský sveif yfir borginni og var ég voðalega fegin að bruna út úr bænum, en kem aftur í febrúar.

Brynja ákvað að vera hjá Lilju ömmu á meðan við færum þessa ferð, vildi ekki fórna fótboltaæfingu fyrir það (skil hana mjög vel). Enda eins gott því hún var valin í úrtak fyrir U-16 landsliðið og er að fara suður á landsliðsæfingar um helgina. Dugleg stelpa enda þetta sem er draumurinn.  Svo bara að sjá hvernig það gengur. Voru þrjár úr Þór sem voru valdar og það allt vinkonur:) Gaman að þessu enda ánægð stelpa sem hringdi í mig suðurLoL  Eini gallinn finnst mér er sá að KSÍ reddar þeim ekki húsnæði eða sér neitt um þær, borga bara flugið og búið, þær þurfa að redda sér gistingi og einhverjum í að skutla sér, og ekki allar sem þekkja einhvern í Reykjavík. Þær eru nú bara 14 ára á 15 ári reyndar en sama. Skilst að KSÍ reki eitthvað gistiheimili hefði nú fundist að þær gætu fengið að vera þar. En Eyþór ætlar kannski að redda þessu og fara bara fyrr en hann ætlaði á laugardaginn, þá getur hann verið einkadriver fyrir þær:)

Erum að fara með Kötlu í skoðun á eftir og verður gaman að sjá hvað hún er orðin löng og þung. Hendist um allt og er langt yfir leyfilegum hraðamörkum á köflum. haha mokar sér áfram á rassinum með annan fótinn framfyrir hinn þetta er bara fyndið. Er dálítið hornótt eftir gærdaginn en hún fékk þrjá góða marbletti þá, svolítið djörf sú stutta. En það lagast VONANDI.

Jæja ætla að fara að fá mér smá hitapoka, svolítið stirð eftir bílsetuna í gær.

Sjúlli kveður ...... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OOhhhhh en hvað ég er ánægð með Brynju núna,, gott að einhver fékk þessi íþróttagen mæ gudness..:)

Ég stefni á Ak ferð í febrúar,, einhverstaðar á milli 5-14,,, og þá vænti ég að kaffivélin góða verði notuð..:)

Blessjú í bili

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 13:48

2 identicon

Engin spurning kaffivélin verður sko notuð eins og alltaf reyndar, merkilegt að maður skuli ekki vera orðinn að kaffibaun miðað við magnið sem er innbyrt. Velkomin alltaf

Ernan (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband