Rólegheit

Kominn tími á blogg á þessu leiðinda laugardagskvöldi. Ekkert í sjónvarpinu af viti, er löngu hætt að nenna að horfa á þessi leiðinda laugardagslög bara leiðinlegt sjónvarpsefni. Eyþór skrapp aðeins út með Óskari Pé og Brynja er með vini í heimsókn að spila teiknispilið, heyrist þau skemmta sér konunglegaLoL Katla steinsofnuð og sefur vonandi eins og stjarna. Er orðin svo dugleg stelpan, farin að skríða, standa upp og labba með allt eiginlega á einni viku. Farin svo að monta sig við að standa ein og klappar alveg út í eitt fyrir sér, mikið líður þetta allt hratt.

Skruppum aðeins við Brynja í dag til Hildar og dætra og voru þær sprækar eins og alltaf. Fórum þaðan með gallabuxur og skokk á Kötlu alger pæja þegar hún verður komin í það.

Styttist í að skólinn byrji. Fyrsti dagurinn er held ég 22 janúar gaman að því. Svo þarf ég að fara suður í skólann í 3 daga 21-24 febrúar og ætlum við að fara öll, búin að fá sjúkraliðaíbúðina á leigu, verður bara fínt. Veit ekki alveg hvað felst í þessari staðlotu eins og mig minnir að þetta kallist.

Svo á ég bara eftir að vinna 8 vaktir minnir mig á Hlíð fæ þá 6 daga frí og Heimahjúkrun here I comeLoL Verð aðallega í vinnu hér á Brekkunni sem er fínt því þá er ég bara 10 mín að labba í vinnuna. Stendur svo til að þessi stöð flytji í Vaxtarræktina og verður það ábyggilega fínt, kannski maður drullist þá til að fara að hreyfa sig af einhverju viti svona í leiðinni aldrei  að vita. Verð að fara að hreyfa mig svo skrokkurinn á mér endist eitthvað. Ætla að hlaupa á morgun og reyna svo að gera það minnst 3 í viku. Verður allt annað líf, gafst upp á þeim Danska alltof mikill matur fyrir mig, gat aldrei klárað. En kannski hef hann svona aðeins til hliðsjónar aldrei að vita.

Eyþór er hin mesta húsmóðir, bakar alveg eins og óður sé og alltaf að prófa eitthvað nýtt, kem hérna heim á daginn liggur við alltaf í nýbakað og hugguleg heit. Skora á fólk að kíkja til hans í kaffi og nýbakað. Þau feðgin fíla sig alveg í þessu leyfi saman og eru voðalega dugleg að hlusta á tónlist, lesa og skemmta sér bara saman. Krúttleg. Karlinn ætlar að bregða sér til Frakklans, Sviss og Þýskalands á meðan ég verð í þessu 6 daga fríi meikum ekki að sjást of mikið hahaTounge

Best að fara bara að leggjast inn í rúm með bók og lesa svolítið svona áður en ég sofna hérna yfir sjónvarpinu eins og í gærkvöldi en þá hraut ég frá 22 til miðnættis og fékk líka að sofa út í morgun alveg til 10, enda vel útsofin en samt svona nett þreytt.

Sjúlli kveður fullur tilhlökkunar í nýja starfið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.1.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband