Vanillubrauð með sýrðum rjóma

Rosa gott brauð úr Brauðbiblíunni sem Hjörleifur sendi mér.  EKKI fyrir sykursjúka! (stalst samt til að smakka og þetta er úrvals brauð í staðin fyrir vöfflur á sunnudegi)

Vanillubrauð með sýrðum rjóma 

1 ¼ dl vatn

1 msk vanilludropar (má vera meira ef maður er mikill sælkeri)

Tæpur dl. Sýrður rjómi

1 egg

1 msk mjúkt smjör

7 dl hveiti

3 msk hrásykur eða síróp

1 ½ tsk salt

2 tsk þurrger

 

Bakið í brauðvél á “Sweet” eða “white” kerfi.  Ekki heppilegt að nota “delay” (standa yfir nótt). 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband