10.1.2008 | 15:37
Gróft fjallagrasabrauð
Ég hef verið að gera tilraunir með fjallagrasabrauð en aldrei verið ánægður með útkomuna. Uppskriftin er í þróun. Þetta gerði ég í dag og það bragðast bara ágætlega
Eyþór
Gróft fjallagrasabrauð
4 dl mjólk
1 egg
1 msk olía
3 dl gróft spelt eða heilhveiti
5 dl fínt spelt eða hveiti
1 msk agave síróp eða hrásykur
1 msk þurrger
2 lúkur þurr fjallagrös
Leggja fjallagrösin í mjólkina og láta þau sjóða í 5 mínútur. Mjólkin kæld þar til volgt. Sett í skál ásamt eggi, olíu og sírópi. Þurrefnum bætt við.
Venjulegt kerfi í brauðvél.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 12.1.2008 kl. 13:56 | Facebook
Athugasemdir
Eyþór fer greinilega á kostum sem myndarleg húsmóðir í fæðingarorlofi. Eða húsfaðir, veit ekki hvort er minna politically incorrect.
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 11.1.2008 kl. 17:16
Jú kallinn stendur sig bærilega og allir að spyrja hvort hann sé ekki fín húsmóðir og svona...aldrei held ég að hann hafi verið spurður þegar ég var í orlofi hvort ég væri góð húsmóðir...hmmm maður spyr sig, jafnrétti og ekki jafnrétti. Erna kveður
Móðir, kona, sporðdreki:), 11.1.2008 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.