10.1.2008 | 11:00
Bananahnetukanilrúllubrauð
Hjörleifur Hjálmarsson, kennari með meiru, er mikill snillingur. Þessum góða vini mínum er marg til lista lagt. Fyrir utan hvað er helvíti skemmtilegur, þá er hann góður bleikjuveiðimaður, söngvari og brauðgerðarmaður.
Hann sendi mér frábæra brauðbók á tölvutæku formi og nú hef ég verið að gera tilraunir og mun eflaust halda áfram að dæla uppskriftum hingað.
Þetta brauð er æðislegt!
Brauðið:
2 egg
2 msk mjólk
1 stór og þroskaður banani, skorinn í 2-3 cm bita
1 ½ msk smjör
1 ½ msk hrásykur (ég nota Agave sýróp)
1 ½ tsk salt
7-8 dl hveiti
2 ¼ tsk þurrger
Smurningin:
1 ½ msk mjúkt smjör
3 msk púðursykur
¾ msk kanill
3 msk saxaðar pistasíur eða valhnetur
Brauðefni blandað saman hnoðað eftir kúnsarinnar reglum. Það síðan flatt út í hveiti á borði niður í ca 1 cm þykkt. Smyrjið mjúku smjörinu á deigið. Blandið púðursykri, kanil og hnetum saman og stráið því yfir smjörið. Rúllið svo deiginu upp og klemmið enda vel saman. Látið standa undir handklæði í klukkutíma á heitum stað.
Bakið í 30-45 mínútur við 170°
Æðislegt volgt með smjöri
Á myndinni er einnig svartbrauð, hér kemur uppskriftin:
Evrópskt svartbrauð2 dl vatn
1 tsk cider edik (eða annað ljóst edik)
3 ½ dl hveiti
1 ½ dl rúgmjöl
Tæpur dl. Haframjöl
1 msk smjör eða olía
1 ½ msk hrásykur eða agave síróp
1 tsk salt
1 tsk kúmen (einnig má nota fræblöndur og þá í meira mæli)
1 tsk steiktur laukur eða smá laukduft
2 msk ósætt kakóduft
1 tsk þurrger
Henda öllu í brauðvélina, vökvinn fyrst og gerið síðast. Setja á venjulegt bökunarkerfi
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 12:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.