Kominn tími á eins og eitt blogg

Engin smá leti í manni eftir jólin. Hef reyndar varla farið í tölvuna síðan ég bloggaði síðast nema rétt til að tékka á mailinu mínu. Er yfirleitt alveg búin þegar ég er búin að vinna og vil þá líka bara sinna familiunni minni. Er ótrúlega þreytt eftir vaktirnar en samt gengur þetta vel og er mjög gaman að vinna þarna. Starfsfólkið frábært og allt mjög magnað. Var náttúrulega ólétt þegar ég var að vinna þarna síðast og því verri upplifun kannski. Hefði allavega alveg verið sátt við að vinna þarna ef ég hefði ekki verið búin að fá í heimahjúkrun. Eini gallinn við Hlíð að það voru settar reglur nýlega skilst mér að maður má ekki fara út vinnunni t.d. í skólaviðtal eða annað heldur verður maður að skipta vaktinni. Þetta var sett á allt út af einhverjum nokkrum sem misnotuðu svona. Skítt. Var að vinna 4 daga svo frí í dag og svo vinn ég 3 daga og svo helgarfrí jibbí. 

En ég byrja í heimahjúkrun 1. febrúar og hlakka mjög mikið til. LoL Starfsfólkið svo yndislegt, snilldar yfirmaður og bara mér líður ofsalega vel í þeirri vinnu, enda held ég að eftir því sem manni líður betur í vinnunni þá er maður sjaldnar veikur. Ég var að vinna þar í 2 ár og var aldrei lasin og ég held að það sé mikið til því að þakka hvað mér líður vel í vinnunni þar s.s. heimahjúkrun.

En nóg um vinnuna. Skólinn fer að byrja, Rakel er farin út, skólinn byrjaður hjá Brynju og fótboltinn þannig að þetta er allt að falla í fastar skorður. Eyþór kominn í fæðingarorlof er reyndar enn að hamast við að redda einhverjum til að leysa sig af, þannig að það er spurning hversu langt verður liðið á orlofið þegar þvi verður reddað. Fáránlegt að þurfa að redda einhverjum sjálfur en svona er þetta. Katla fann upp á því í gær að byrja að skríða. Óstöðvandi núna svona ef hún nær góðri spyrnuCrying

Átti frí í dag og drifum við okkur í að taka niður jólaskrautið og þrífa og tók það 4 tíma enda þrifum við mjög vel með hjálp Kötlu. Fór svo með Brynju að sækja um vinnu í Hagkaup en hana langar að fá sér vinnu þar einn dag í viku og svo aðra hverja helgi dugleg stelpa. Var að fá einkunnirnar sínar og var lægsta 8.5 og meðaleinkunn var 9.04 alltaf eins mögnuð.

Hef svo sem ekkert meira að segja þannig að ég læt þetta nægja að sinni og bið ykkur vel að lifa í dag sem og alla aðra daga.

Sjúlli kveður í myrkrinu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Hæ hæ... 

Já maður þarf að finna glufu til að blogga.... en þú ert ótrúlega dugleg að blogga.... og átt aldeilis duglega skólastúlku, Brynja er alveg að brillera til lukku með hana.... og gangi þér vel í vinnunni ( þetta er alveg þræla-vinna  ) það er engin spurning.... kv Anna Ruth 

Anna Ruth Antonsdóttir, 7.1.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband