31.12.2007 | 09:55
Björgunarsveitirnar
Já eða bara eins og einn frændi minn sagði í gær "gleðileg mánaðarmót" haha. Mér finnst árið hafa verið svo hrikalega fljótt að líða. Man mjög vel eftir þessum tíma í fyrra þar sem ég var í vinnubanni með bumbuna út í loftið, grindarverki og mjög þreytt finnst eins og það hafi verið í gær. Alltaf á þessum degi s.s 31 des fæ ég kvíðahnút í magann, búið að gerast í mörg ár. Finnst eitthvað svo mikið búið, þetta kemur aldrei aftur, einhverskonar uppgjör, veit að nýja árið ber ýmislegt skemmtilegt í fari sér, en samt þá kemur þessi kvíðatilfinning alltaf upp. Þegar ártalið fer af sjónvarpsskjánum liggur við að ég gráti, hef ekki horft á það sl. 2 ár finnst það hræðilegt. Já mikið getur maður verið skrýtinn en nóg um það
Hvet fólk til að kaupa flugelda af björgunarsveitunum en ekki þessum séraðilum sem eru að selja. Þetta er aðal gróðaleið björgunarsveitanna á ári hverju og þeim veitir sko ekki af. Þvílíkar hetjur þessir menn og búnir að standa í sérlega ströngu síðustu vikurnar. Um 300 björgunarsveitarmenn voru að störfum í gær allt í sjálfboðavinnu. Ég kaupi nú ekki mikið af flugeldum en ég kaupi þá hjá björgunarsveitunum engin spurning. Húrra fyrir björgunarsveitum landsins.
Hefði átt að rasskella þetta lið sem fór á Langjökul í beinni, hvað er að fólki, eins og Sigmundur Ernir benti réttilega á í fréttum í gærkvöldi var búið að spá þessu veðri í 5 daga. Finnst að þetta lið eigi að borga hluta af kostnaði við björgun ef ekki alla bara. Sumir segja "já en þetta er hlutverk björgunarsveita" já kannski það en þegar fólk er að leika sér að svona hlutum, þá ætti bara já að rassskella þetta lið. Kostnaður sem hægt hefði verið að sleppa og nota aurinn í virkilega björgun. Mitt álít.
Verður trúlega erfitt kvöld fyrir litla stubb, er hrædd við bomburnar, hrökk oft upp í gærkvöldi við sprengjur. Við mæðgur verðum líklega bara saman í rúminu í kvöld:) Mamman er nefnilega líka frekar hrædd við þetta, búin að bomba fyrir ævina. Því þegar ég var 12 ára þá var ég hjá Elinu sys og Vidda á áramótunum og þau voru með stóran kassa af bombum, ég stóð á tröppunum hjá þeim með stjörnublys og kveikti í öllum kassanum á einu bretti. Var vinsælust þau áramót, eyðilagði buxurnar mínar sérsaumaðar af mömmu Sprengjurnar sprungu á tröppunum síðan finnst mér best að vera inni og horfa bara.
Eyþór fór að vinna, Rakel sefur, Katla sefur og Brynja er á króknum. Fór í gær með Alla afa sínum og ömmu. Sendi mér svo sms í gær þar sem sumarbústaður pabba hennar og Magga afa var að fjúka, björgunarsveitir að reyna að bjarga þakinu. Enn og aftur björgunarsveitir, kaupa flugelda gott fólk.
Best að fara að gera eitthvað og reyna að láta kvíðahnútinn fara úr maganum.
Gleðilegt nýtt ár og förum öll varlega, slysin gera ekki boð á undan sér.
Sjúlli kveður á leið inn í árið 2008
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gleðilegt ár og vonandi verða þetta góð áramót, kveðja Sjana.
Kristjana Jónsdóttir, 31.12.2007 kl. 12:21
Gleðilegt ár Erna og fjölskylda og !!!!! kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 1.1.2008 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.