28.12.2007 | 09:28
6 dagar
Já nú er þetta alveg að bresta á s.s. að ég fari að vinna. Ekki laust við að ég fái nettan kvíðahnút bara að hugsa um þetta. Fara frá litla krílinu mínu pjúff en auðvitað er pabbinn heima en mér finnst ég bara vera ómissandi svona er þetta.
En s.s. já ég byrja á Hlíð 3 janúar en fór í gær og sagði upp og verður því vonandi reddað sem fyrst allavega fæ ég að hætta 1 febrúar en vonandi fyrr. Er nefnilega búin að fá fasta vinnu í heimahjúkrun jibbí skippí, borgar sig að vera þrjóskur. Vinn alla virka daga 8-13 og sjöttu hverja helgi held ég allavega ef þetta er eins og það var. Þetta er ca 60% vinna en svo þegar frá líður og ég farin að læra að vinna frá lillunni minni þá ætla ég að taka eina kvöldvakt í viku ekkert ákveðið hvenær það verður. Er svo ánægð en hefði samt viljað bara byrja beint í heimahjúkrun en sætti mig nú alveg við þetta.
Una og krakkarnir komu í heimsókn í gær, voru á sleða og var voða gaman. Fengu svo lánaða nokkra teiknimynda DVD diska og voru bara sæl og ánægð með það.
Annars fór ég eiginlega ekkert út í gær þar sem Katla var með hita daginn áður og ég vildi ekki fara neitt með hana út, einhver pirringur í henni ennþá samt, hangir í eyrunum og veit ég ekki hvort það er tönnslunar eða eyrnabólga. Sé aðeins til í dag hvort ég kíki ekki til doksa til öryggis.
Allt annars fínt að frétta, Brynja fer á sunnudaginn til pabba síns og verður áramótin, gaman að því, mikið sprengt og svoleiðis þar:) Við sprengjum yfirleitt ekki mikið alltaf eitthvað en ekkert svona brjálæði, keyptum í fyrra eina risabombu og vorum ferlega sátt með hana.
Annars er ég bara endalaust þreytt þessa dagana og gæti sofið út í eitt ef ég mætti, óvenjulegt að ég finni fyrir svona en kannski eru þessar endalausu vökur og stuttur nætursvefn að koma niður á manni núna og það þegar maður er að fara að vinna. Vildi ég ynni í Lottó en til þess þarf e´g að kaupa miða ekki satt....
Best að góna á tv og söngvaborg *æl* hvort eð er ekkert að frétta
Sjúlli kveður hálfhrjótandi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ hæ... Já það verður viðbrigði að byrja að vinna en tilbreyting líka....og til lukku með vinnuna í heimahjúkrun, þetta er frábær vinnutími. Ég heyri á kollegum okkar að vinna í heimahjúkrun er orðin miklu eftirsóknarverðari en hún var. Eru þetta launin eða hvað? eða betri vinnutími? Gangi þér vel Erna að byrja að vinna... og áramóta-kveðjur Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 28.12.2007 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.