27.12.2007 | 08:52
Jólin komu og fóru
Ekki svo sem við öðru að búast, koma aftur að ári, ja nema verði kominn heimsendir þá kemur ekkert eða hvað. Búin að hafa það fínt á þessu heimili yfir jólin og borðað mikið og slappað mikið af.
Eyþór var að spila á aðfangadagskvöld, en þegar hann kom heim rúmlega 7 var allt klárt nema hann átti eftir að snöggsteikja rjúpurnar, lét honum það eftir. Mamma kom og var hjá okkur, borðuðum og síðan var rokið í að opna 101 pakka sem voru undir trénu já aðeins 101.. Ótrúlegt, tók svo sem ekkert ofsalega langan tíma svona ca eins og 1 1/2 klst. Allir fengu góðar og nytsamlegar gjafir. Við hjónin fengum utan um rúm, náttbuxur, prentara, gjafabréf á Glerártorg, stól á reiðhjól fyrir Kötlu, ilmvatn, sturtusápu, vettlinga, peysu, kaffi og súkkulaði, andlitskrem, sturtusápu, jólakúlu í loftið, og margt fleira sem ég ekki man í augnablikinu.
Stelpurnar stóru fengu mikið af bókum, rúmföt, föt, náttföt, snyrtidót, ilmvötn, gjafabréf í lit og plokk, skartgripi, nammi, töskur, dvd og cd og margt fleira.
Katla fékk dót, föt, úlpu, flíspeysu, húfu, bækur, kápu og margt fleira.
Allir glaðir og ánægðir með nytsamlegar og fallegar gjafir.
Katla vaknaði svo sárlasin á jóladagsmorgun með tæplega 39 stiga hita og var hundlasin þann dag og vorum við bara að sinna henni, glápa á tv og borða, var svo skárri í morgun en er aftur orðin óttalega drusluleg greyið en sefur samt núna og sefur vonandi vel.
Annars allir bara hressir, pabbi kom í hádegismat í dag í ekta hrossabjúgu í nautsgörn held ég bara og var hann eldhress að vanda, ætlaði svo að bruna austur á Hú í dag. Fórum svo við Brynja í kaffi til Hillu seinnipartinn í dag á meðan feðgin voru að kúra hér heima.
Hef svo sem ekkert að segja neitt af viti er hálfóglatt af áti eins og svo oft áður. Liggjum hér hjónin og horfum á Harry Potter, Rakel ætlar að gista hjá vinkonu og Brynja er að fara að hitta vin sinn. Svona er þetta maður bara skilinn eftir eins gott að við eigum eina litla rækju inn í rúmi til að hugsa um hinar eru svo sjálfstæðar orðnar og nenna aldrei að leika við okkur haha
Er að fara á Hlið á morgun að ganga frá því hvenær ég geti fengið að hætta vona að það verði sem allra fyrst hlakka svo til að byrja í hinni vinnunni minni jibbí'
Sjúlli kveður sæll og glaður, feitur og tja hálfóglatt en sæll engu að síður
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.