Þorláksmessa

Best að blogga, hef ekkert betra að gera í augnablikinu. Katla situr hérna hjá mér á gólfinu og dansar "skoppar" á rassinum við að tralla með söngvaborg. Annars er hún alltaf að velta um koll því við settum glitrandi lengjur upp í loftin í gærkvöldi þegar hún var sofnuð og henni finnst þetta svo flottLoL Verður gaman að vita hversu lengi jólatréð kemur til með að standa upprétt haha þar sem hún á það til að drösla blómum á milli staða maður  veit aldrei.

Vorum boðin til Óskars og Unu í gær, þau voru með opið hús og gat maður droppað inn og fengið sér þvílíkustu kræsingarnar og það var alveg ofsalega gaman, mikið af fólki og góðum félagsskap. Svo við ræðum ekkert matinn sem var góður. Stefnum á að grípa í spil með þeim yfir jólin, eru álíka mikil spilafífl og við. Fjárfesti í 600 aukaspurningum í Trivial þannig að nú er um að gera að taka á því.

Skrapp aðeins í bæinn í gær til að klára svona eitt og annað. Kannski ekki rétt að segja skrapp, því það sem hefði átt að taka mjög stuttan tíma tók um klukkutíma. En var alveg þess virði því þegar ég var að koma út af Glerártorgi kom manneskja hlaupandi á eftir mér og sagði mér fréttir sem ollu því að ég fékk bestu jólagjöfina sem ég hefði getað hugsað mér og ég er enn að springa úr gleði og hlakka svo til eftir áramótin. En ætla svo sem ekki að tjá mig mikið um það þar sem ég á eftir að ganga frá nokkrum málum áður en ég get tjáð mig um það, snertir vinnu get sagt þaðLoL

Settum upp litla sæta jólatréð okkar í gær, keyptum normanþin þetta árið, höfum verið með furu en ákváðum að vera núna með þininn:) Skreytum svo í kvöld þegar verður búið að þrífa og svona.

Katla farin að toga í tölvuna best að sinna henni smá

Sjúlli kveður alveg í skýjunum 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband