18.12.2007 | 09:58
Tja jólin koma og svona
Fórum snemma í morgun mæðgur í ljósatíma, drápum aumingja afgreiðslukonuna næstum úr hræðslu, nei ekki vegna þess hversu úldnar við vorum haha komum henni svona algjörlega að óvörum Brunuðum svo með Brynju í skólann en hún var að fara í próf, svo fórum við á völlinn að sækja Rakel en hún (ótrúlegt en satt) var veðurteppt þar í nótt. En s.s. hun er komin hingað núna:)
Fékk síðustu einkunnina í morgun damn I am happy, nokkuð sátt við útkomuna, náði allavega öllu og það var takmarkið s.s. 9 - 9 - 8 - 5 Kúltíverað bara.
Hef lítið að segja, var að setja Kötluling út, Eyþór er að taka til í herberginu hennar Rakelar og ég hangi í tölvunni lífið er ljúft. Bakaði bara eina tegund af smákökum í gær en það tekur nú alveg tíma sinn að baka þá tegund, lakkrístoppa en þeir lukkuðust prýðilega gerði alveg tvöfaldan skammt, ætla svo að baka spesíur í dag og kannski sörur:)
Hef alltaf gert blúndur og akrakossa en það borðar enginn smákökur hér nema ég eiginlega, jú stelpurnar svona detta stundum í þetta en ég held samt ég sleppi þessu í ár, ætla að prófa að baka spesíurnar með Xylitol til að karlinn geti borðað þær líka
Sjúlli kveður brúnn og sætur (að eigin áliti allavega)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þú ert alltaf brún og sæt* Gaman að sjá að Rakel er loksins komin til ykkar, þetta er búið að vera mikið ferðalag hjá greyið stelpunni.
Ég sendi Fannar norður með jólapakkana í morgun og hann fór með þá alla og kortin líka til Hildar, þið verðið svo bara að sortera og finna hver á hvað..vonandi er það ekki of mikið vesen..:)
Knús frá okkur til ykkar*,,,já og til hamingju með einkunnirnar,, ég er gríðalega ánægð með þig*
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 13:32
Til HAMINGJU!!!
Stórkostlegur árangur, get nú ekki sagt annað, væri til í svona einkunnapakka
Við Gísli vorum alltaf með það á planinu að skella okkur yfir til Luleå og heimsækja Rakel og Gyðu en nú verður það víst að bíða þar til eftir jól, allavega er ekki aðal skvísan á staðnum núna
Biðjum að heilsa ykkur öllum og Gleðileg jól
Margrét Brynjars (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.