Lífið er ljúft á föstudegi

Sit hérna í þvílíkasta letikastinu með kaffi og konfekt og hlusta á jólalög. Litla krílið mitt sefur, sofnaði á leiðinni að keyra systur sína í skólannHappy Gæti bara ekki verið huggulegra með fullt af jólaljósum og kertum og fyrrnefndum kræsingum.

Best að nýta síðustu dagana í fríi í að vera bara í svona letikasti og gera ekki neitt allavega stundum. Er að fara að ræða vinnumál í heimahjúkrun á mánudaginn vona að ég fái bara fastráðningu þar því þá get ég kvatt Hlíð, finn mig ekki alveg þar en verð þar auðvitað ef hitt klikkar. Spennandi.

Kláraði eiginlega alveg að skreyta í gær, allt jólaskrautið mitt er gyllt og rautt, fattaði það nú bara þegar ég var búin að hengja upp. Keypti slurk af jóladóti í fyrra og hef greinilega í óléttufílingnum verið í rauða og gyllta. Á samt eftir að hengja upp í loft eitthvað svona fyrir litlu dúlluna mína til að taka andköf yfir og svo auðvitað jólatréð sem fer aldrei í skreytingu fyrr en á Þorláksmessu nema þegar Brynja hefur farið til pabba síns þá skreytum við það áður, en nú er hún hjá okkur um jólin veiiiiii:)

Búin að fá út úr hinu prófinu s.s. Lolinu, skeit eiginlega upp á bak í því en stóð samt sem áður fékk 5 úr því prófi, takmarkinu náð.

Rakel kemur í kvöld og verður það gaman, veit að vinkonur hennar bíða í röðum eftir henni og verður hún nú eflaust ekki mikið að eyða tíma með familiunni sem er eðlilegt vinir eiga hugann allan á þessum aldri. 

Ætlaði að vera ofsalega dugleg í gær og setja útiseríuna á svalirnar neinei það tókst ekki alveg þar sem litli pungurinn minn var pirraður yfir þessu skrautæði í mömmunni, enda hefði það allt fokið í nótt því það var ótrúlega hvasst hérna. Fer í þetta á eftir þegar ég er búin með fullt af kaffi og konfekti, svo eru þrifin líka í dag og ég er svo spennt NOT. Verður nú einhver kattarþvottur og svo vel þrifið fyrir jólin :)

Leigði mér á vodinu fína mynd í gærkvöldi sem hét Flood held ég og fjallar um flóðbylgju sem kemur á London, kláraði hana með kaffi og konfekti áðan haha...verð eins og tröll eftir jól enda er þetta annar konfektkassinn frá Lindu sem er keyptur á aðventunni

Best að fara að slappa af

Sjúlli kveður alveg slakur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Hæ Erna....

Ég sé að þú hefur það æðislegt.... þetta er yndislegt.... konfekt ( hvað er það, er nefnilega í danska...he he ) og kaffi og letikastið..svona á þetta að vera.... og kannski smá ( bara mjög lítil) tiltekt með.. hafðu það áfram svona gott og allir þínir....

jólakveðjur Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 15.12.2007 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband