Huggulegt:)

Sitjum hérna við kertaljós og jólatónlist við Brynja Dögg, hún að búa til jólakort og ég að finna heimilisföng þeirra sem ég sendi jólakort. Fæ jólakortin á morgun og ætla þá að hendast í að skrifa utan á umslögin og setja í póst:) Gaman að þessu.

Fórum við mæðgurnar þrjár í dag á Glerártorg og hittum þar mömmu, Hildi og sólirnar tvær og fengum okkur kaffi með þeim og spjölluðum. Hitti gamla deildarstjórann minn frá Húsavík hana Soffíu alger snillingur sú manneskja og gaman að hitta hana. Gat klárað af tvær jólagjafir gaman að því.

Lá við að ég færi að gráta í morgun þegar ég opnaði WebCt og sá að ég var búin að fá einkunn úr Sálfræðinni, hjartað fór á 100 og ég ætlaði aldrei að þora að kíkja þar sem ég var alveg viss um að ég hefði fallið. En hvað haldið þið ég stóð og það með alveg ágætis glans fékk 8 *mont*, jahérna hefði aldrei trúað þessu. Er enn að jafna mig. Hlakka til að fá úr Lífeðlisfræðinni hlýt að hafa þá fallið í henni þar sem ég var eiginlega viss um að hafa staðið hanaTounge

Best að hætta og spjalla smá við kallinn.

Sjúlli kveður gríðarlega kátur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með áttuna!!!!!!!
Stórkostlegt!

Bjóst nú reyndar ekki við neinu öðru heldur af þér, miðað við allan lesturinn, j

á við fylgjumst sko líka með ykkar bæ

Er sannfærð um að hitt hafi líka gengið vel, ekki hafa áhyggjur (alltaf samt gott þegar er búið að rífa plásturinn af)

Verið góð við hvort annað og reyndu nú að hlaða grjóti eða einhverju á Eyþór svo hann komist ekkert í burtu í dálítinn tíma, hann hefur ekkert gott af því að vera alltaf svona á fleygiferð
Bestu kveðjur

Margrét Brynjars (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 23:31

2 identicon

ó mæ ó mæ 8 er flottasta tala sem til er.. alltaf gaman að fá hana...

Til lukku með þetta*

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 12:24

3 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Tihihil hahahamingju!!! Miklu skemmtilegra þegar einkunnir koma manni á óvart í þessa áttina...

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 11.12.2007 kl. 16:12

4 identicon

Til lukku með útkomuna úr sálfr. Hitt hlýtur að gefa svipaðan árangur

Kveðja úr Ásveginum. MP 

Margrét Pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 23:28

5 identicon

Til hamingju Erna mín og takk fyrir góða helgi

Guðrún Ingvarsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband