Klassa helgi að syngja sitt síðasta

Mikið búið að brasa um helgina.Byrjaði daginn á því að fara með Brynju á föndur í skólanum og tókum við Kötlu með. Gerðum jólasokk og kertastjaka jajá. Katla hafði verulega gaman af athyglinni sem hún fékk:) Fórum svo hjúin í að laga til hérna,ekki veitti af þar sem það hafði fengið að sitja á hakanum á meðan húfreyjan var í prófum. Vorum dálítið lengi að þrífa þar sem það þurfti að skafa og þurrka af oftar en einu sinni sökum þykktarinnar á ryki og skítGrin

Laugardagurinn fór í að byrja á því að skutla Brynju á rútuna þar sem hún fór á krókinn í laufabrauðsgerð. Við hjónin með litla verpið okkar vorum svo bara í slökun, fórum reyndar í nokkrar búðir til að eyða pening og ég get alveg sagt ykkur að það misheppnaðist EKKI. Keyptum m.a. þotu handa Kötlu með veltivörn já algert þarfaþing. Bruðum með hana á henni til Óskars og Unu í laufarbrauð um kl 16 og fannst þeirri stuttu það ekkert nema gaman bara. Gerðum laufabrauð og tek það fram að Una bjó til og flatti út allt s.s. einar 60 kökur og kallarnir skáru en ég fékk steikingarhlutverkið. Borðuðum svo hangikjet, uppstúf og tilheyrandi á eftir hjá þeim. Kl 20 vorum við komin heim og voru þá tengdó komin frá Búðardal. 

Sátum og spjölluðum fram eftir kveldi við kertaljós og kamínu huggóWink Færðu okkur helling af hakki og fullt af kleinum yndislegt. Komu svo færandi hendi í dag og gáfu okkar þennan líka eðal ljósmyndaprentara í jólagjöf, ég fékk að fara og velja hann með Eyþór til að ráðleggja í símanum. Get núna farið að prenta út myndir hægri vinstri jibbí skippí. Gáfu okkur líka jólapíramída með ljósi í, bláu ljósi og ekkert smá kósi erum enn ekki búin að ákveða hvort hann verður inni eða úti má vera hvort heldur sem er.

Náði að kaupa slurk af jólagjöfum í dag á bara eftir stelpurnar mínar 3 og kallinn og svo tvo aðra skal segja ykkur það ég er öflug. Jólakortin koma á þriðjudag og þá er eiginlega allt klárt. Bara eftir að baka þrjár sortir en ætla að gera það um helgina ef Rakel skildi vilja vera með en hún kemur á föstudagLoL

Brynja kom svo með rútunni kl 21.30 í kvöld eldspræk eftir að hafa verið á króknum, kom stolt heim með disk sem Alli afi hennar var að gefa út, og tileinkar hann barnabörnum sínum eitt lag og fannst henni það æði sem og það erHappy

Verð að koma einu að hér í lokin, Eyþór búinn að vera í fríi alla helgina og alltaf þreyttur samt enda líður langt á milli hvílda hjá honum. En hann s.s. ætlaði að klæða dóttur sína í sokkabuxur í morgun en skyldi ekki hvað þetta gekk eitthvað illa....sem var reyndar ekki skrýtið þar sem hann var að reyna að troða stóru tánni á sér í sokkabrækurnar. Hahahahhahaha ég get svarið það hélt ég myndi deyja úr hlátri..

Sjúlli kveður með uppþvottahanska á hausnumW00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband