6.12.2007 | 16:55
Lífið er ljúfara en það hefur lengi verið
Prófin eru búin, það er fyrsti áfanginn en næsti áfangi er að fá út úr þeim. Hef trú á að ég hafi fallið í öðru en náð hinu og ef svo er þá bara verður maður að takast á við það eftir áramót eða ég vona að þannig megi maður gera það.
Katla var heima hjá pabba sínum svo röltu þau sér í kirkjuna, þar sem Katla svaf á meðan pabbinn gerði eitt og annað. Ég kom svo og fékk eðal enska jólaköku hjá Sveini húsverði kirkjunnar. Svo þegar ég kom heim haldiði ekki að stóra barnið mitt hún Brynja hafi verið búin að baka vöfflur með rjóma og öllu heila klabbinu í tilefni af þvi að mamma var að klára prófin sín. Hún er svo mikið yndi þessi stelpa enda elska ég hana hringinn og allt um kring
Ætla að fara að dunda mér við að setja myndir inn á heimasíðuna hennar Kötlu og brenna allar myndirnar yfir á disk sem eru komnar í tölvuna, alltaf að heyra af fólki þar sem talvan hefur hrunið og allar myndir horfið vil ekki láta það koma fyrir mig þá myndi heil lítil ævi tapast svona næstum því.
Svo í fyrramálið er ég að fara með Brynju upp í Glerárskóla en það á að vera föndur og hugguleg með kaffisopa og ætla ég að bjóða Kötlu með mér og leyfa kannski kallinum að sofa held hann eigi nefnilega frí. Fer svo með mömmu til að láta dæla úr sér blóði á morgun og svo tiltekt en gaman. Segi nú eins og einn samnemandi minn að allt í einu er "þrífa" orðið heillandi. Skal segja ykkur það.
Sjúlli kveður kominn í jólahjólaskap
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ hæ.... já þetta er yndislegt líf.... prófin búin og ég trúi því að allar hafi komist í gegn... en nú er að snúa sér að öðru sem sagt að slaka á og svona inn á milli tiltekt, ég er nú þegar búin að setja upp seríur....þannig að þetta er allt að koma....vonandi þarft þú ekki að bíða lengi eftir einkunnum Erna.. látið ykkur líða vel um jólin og helst alla daga.....jólakveðjur Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 6.12.2007 kl. 18:38
oohhh hvað hún Brynja þín er yndisleg*
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.