5.12.2007 | 21:17
Próf ég elska próf NOT
Eini gallinn við allt nám eru prófin finnst mér, hef alltaf verið skelfilega lítið hrifin af prófum. Verð alltaf nett kvíðin og lokast svo á síðustu metrunum, kem svo út úr prófinu og veit allt...ÞEGAR PRÓFIÐ ER BÚIÐ. Já ekki auðvelt þetta líf en ég hef nú komist í gegnum prófin í sjúkraliðanum og verslunarprófið og skal komast í gegnum þessi:) Ef ekki í fyrsta nú þá bara öðru
Búin að ná að læra töluvert í dag en alls ekki nóg rosalega mikið efni að fara yfir og allt svo líkt finnst mér en hef höfuðverk yfir því kl 15.30 á morgun hlakka svo til. Búið að vera nett þreytt í dag þar sem Katla hélt að mér þætti gott að vaka og vakti sjálf til 3 þá gafst ég upp og gaf stíl þar sem hún vældi og ýldi út í eitt og hún steinsofnaði en að hún svæfi lengur en til 7 DÖÖÖHHH pabbi skoppaði svo fram með hana en þá var ég svo vel vöknuð að ég náði ekki að sofa meira...DÖÖÖHHHHH
Ætlum að fara í laufabrauð um helgina með Óskari, Unu og börnum. Gaman að því og svo ætla ég bara að fara að jólast eitthvað svona létt um helgina. Kallinn í fríi og svona verður bara slappað af og horft á videó og svona. Á eftir að prenta út jólakortin og dembi mér í það líka um helgina.
Er svo óglatt núna, asnaðist til að borða kjötbúðing feitan og fínan í kvöldmatnum og ég fæ alltaf ógleði þegar ég borða feitan mat núna svona síðustu vikurnar. Fékk einu sinni magasár og það byrjaði einmitt svona þannig að nú ætla ég að afstressa mig, hætta að borða feitt, og hlaupa af mér feita rassinn á morgun já eða næsta, já eða bara eftir jólin hann stækkar hvort eð er ;)
UUUUuuuuu hef eiginlega ekkert meira að segja ætla að fara að lesa aðeins meira eða svona meira bara renna yfir efast um að maður læri nokkuð meira núna of stutt til þess, en bíð enn spennt eftir einkunn úr Sál hefði alveg viljað fá hana áður en ég fer í Lolið væri léttir að vita að ég hefði náð og færi ég með gríðarlega stórt bros á smettinu í prófið:)
Sjúlli kveður í stuði með guði
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Kíki reglulega hingað inn en kvitta sjaldan :S hehe ...
Er einmitt í sömu sporum og þú .... prófum!! En þetta hefst nú allaft allt á endanum og það er svo gott þegar að þetta er búið! :)
En já er farin að finna barnadeildinni á FSA ... engin heimahjúkrun lengur ... sakna þess nú samt pínu stundum :)
Best að snúa sér að bókunum aftur - gangi þér rosaleg vel í prófinu ... skal senda þér góða strauma :)
Jólakveðja (með prófívafi) Ingunn
Ingunn (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 21:39
Hæ hæ... Erna þú ferð létt með þetta og við allar (verður maður ekki að vera bjartsýnn) það segir Brian Tracy ....það er ágætt að gíra sig aðeins niður...og bara kveikja á kerti....það hefur allavega góð áhrif á mig... þakka guði að vera ekki búin að kveikja í húsinu það mætti halda að það væri ekki rafmagn hér á heimilinu .... allt í kertum...:) Erna gangi þér rosalega vel í dag... og sömuleiðis áttu góðan dag....sendi góða strauma ... spurning um jákvæða afturvirkni
Anna Ruth Antonsdóttir, 6.12.2007 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.