1 des í dag.....

Í dag er 1. des sem þýðir að eftir 34 daga fer ég að vinnaCrying En við mæðgur s.s. ég og Katla trítluðum okkur í bæinn í smá frosti og alveg ekta jólasnjókomu. Ég fór í Janus og fjárfesti í hlýjum og góðum ullarvettlingum og svo í tvennum ullarsokkum á litla jólasveininn minn. Röltum svo í stemningu um bæinn en fólk var hægt og rólega að týnast þangað. Þegar loksins kl var orðin 16.42 varð mín litla pirruð og þá ákváðum við að nóg væri komið og fórum bara heim. Átti að kveikja á jólatrénu en við sjáum það bara altendrað á morgun haha.... En hressandi var þetta og svona prófkvíðalosandi skal ég segja ykkur, fer 5 ferðir á morgunLoL

Bakaði eina sort af smákökum í morgun sem heita kattartungur og eru vinsælustu smákökurnar á mínu heimili, er bara sykur, smjörlíki, hveiti og egg og síðan sett súkkulaðihnappar oná þegar út úr ofninu kemur. Brynju finnst þetta algert möst á aðventunni, enda gekk hún rösklega til verks og er mjög efnilegur bakari. Katla gerði sitt til að hjálpa til og seildist í deigið og náði að smakka á því, og einnig fékk hún smakk þegar var tilbúið og fannst gríðarlega gott.

Enginn ekta aðventukrans í ár hef alltaf búið til svona ekta grenikrans, en ætla núna að vera með frekar nýstárlegan bara fjögur stór kerti á disk og köngla og jólakúlur í kring eða eitthvað í þá áttina, geng í það á morgun:) Hef heldur engan almennilegan stað fyrir krans fyrst við létum borðstofuborðið fjúka, en þegar búið verður að taka allt í gegn hér þá kemur bara annað borðstofuborð.

Eyþór er að stjórna stúlknakórnum sínum á torginu og síðan í kvöld eru Hymnodiu tónleikar þannig að það er nóg að gera hjá honum eins og venjulega á þessum árstíma. Fórum í gær við Brynja og keyptum handa honum afmælisgjöf, var búinn að fá smá en aðalgjöfin var eftir, keyptum úlpu hrikalega flotta að okkar áliti og við hittum svona á rétt númer og allt og hann að sjálfsögðu ánægður með hana ekki þorað annað:)

Ég er svo ómannglögg að ég þoli það ekki, oft sé ég fólk sem ég kannast við en man bara engan veginn hvaðan og kann ekki við að heilsa, svo stundum bara sé ég ekki fólk sem reynir að heilsa mér eða fólk heilsar mér og ég hef ekki grun um hver viðkomandi er. Spjallaði t.d. áðan við konu töluverða stund sem ég hef ekki hugmynd um hver er en greinilega þekkir mig. Annars þekkja svo margir Eyþór og spjalla við mig eins og ég hafi líka þekkt það í 100 ár sem er bara æðislegt. En svona er þetta, þannig að ef ég heilsa einhverjum ekki,  sem heilsar mér er ég ekki dóni heldur bara hef ég ekki tekið eftir því, sérstaklega slæm þegar ég er að keyra, enda á maður að sjálfsögðu að hafa hugann við aksturinnGasp

Ætla að fara að lesa um ástandsbendi og aðstæðubendi hef ekki hugmynd um hvað það er...

Sjúlli kveður á leið í hugræna meðferð 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Ég vona að þú sért búin að ná þessu með ástandsbendið og aðstæðubendið....en maður þarf nú ekki að kunna allt....... ég vona að Katla sé að hressast... gangi þér vel á morgun Erna.....kv Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 2.12.2007 kl. 21:18

2 identicon

Takk fyrir það Anna og sömuleiðis.

Ernan (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband