25.11.2007 | 21:05
Til hvers....
Mikið hvað þessar helgar eru fljótar að líða. Fengum heimsókn á laugardaginn en amma og afi Brynju Daggar kíktu við í kaffi, voru að fara í afmæli upp á Bjargi. Færðu mér hérna hinn fallegast nóvemberkaktus í afmælisgjöf
Við Brynja brunuðum með Ronaldo köttinn okkar til dýralæknis á laugardagsmorgun, en þegar hann kom inn um morguninn var hann með stórt sár á hliðinni og mjög ræfilslegur, var reyndar búinn að vera ræfilslegur í nokkra daga en ég beið alltaf með að fara með hann. Þurftum að skilja hann eftir greyið þar sem það þurfti að sauma saman þetta stóra sár og auk þess var hann með hita, sýkingu og verki greyið litla. Það er villiköttur hér í nágrenninu sem ræðst alltaf á hann og auðvitað svarar minn köttur fyrir sig en hlaut s.s. þetta sár. Búin að fá númer hjá manni hjá Dýraeftirlitinu og á að hringja í hann og láta hann taka villiköttinn. Ætlum svo að fara fyrir skóla hjá Brynju á morgun og sækja kallangann. Svona er þetta.+
Una, Óskar og krakkarnir komu svo í kaffi seinnipartinn og var það gaman eins og alltaf, stuð í kringum þau. Litli stubbur þeirra búinn að vera lasinn og greindist svo með lungnabólgu greyið skinnið og endaði á sýklalyfjum, virðist taka litlu krílin þetta kvef, Brynhildur frænka mín er einmitt nýhætt á sýklalyfjum út af bronkítis. Svona er þetta. Bakaði nokkrar pönnsur og tókst að brenna mig djöfullega eiginlega allur litli puttinn ein blaðra andsk....
Katla drullupirruð í gómnum, mikið bólgin og úrill búin að vera í dag litla skinnið. Vona að tennur hafi skilað sér niður.
Næturvaktin að byrja á plúsnum má ekki missa af því.
Sjúlli kveður, já fínt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.