21.11.2007 | 20:37
Já nú skal bloggað
Eins og sé eitthvað mikið að gera hérna, ekki komið blogg af viti í marga daga isss. Búin að vera síðustu daga á hvolfi að læra, nýtt hverja einustu mínútu liggur við til að lesa, var í einu prófi í dag gekk ekki vel, las reyndar illa fyrir það, þannig að "mér var nær" fílingur í gangi bara. Annars fer ég í 2 próf upp í VMA annað þann 3 des og hitt 6 des og þá er ég komin í jólafrí...jibbí
Brynja var lasin heima í dag, hafði mjög ljótan hósta í nótt þannig að ég stoppaði hana í að fara í skólann ímorgun og var hún bara heima að slappa af. Hengdi upp seríur í herberginu sínu í gær og henti upp einni hérna í stofunni í dag. Ég hef nefnilega ekki næga þolinmæði í að setja þær upp allavega ekki svo vel fari. Ég setti samt upp jólagardínur í eldhúsið í gær og það er voða jólalegt og notalegt finnst mér Katla sveif hér um í dag og flækti sig í seríunni sem Brynja var að hengja upp haha lítill stuðbolti. Fórum með hana í sprautu í morgun og hefur hún enn ekki orðið neitt pirruð en gera má ráð fyrir pirringi á morgun, var þannig síðast og virkar víst þannig með þessa sprautu.
Vorum að koma úr mat frá Óskari og Unu, fengum heimagerð hrossabjúgu sem komu frá foreldrum Unu og voru hrikalega góðir, ég, Una og Brynja fórum svo upp á loft þar sem Una fann föt af Helgu Margréti síðan hún var lítil svo krúttaralegt, sumt sem amma hennar Unu hafði prjónað og er ekkert smá flott. Una ætlaði að láta Kötlu hafa jólakjól en fann hann ekki en kannski kemur hann.
Vorum að plana laufabrauðsgerð og verður farið í það helgina 7-9 des annan daginn laufabrauð en hinn daginn ætla þau að hafa opið hús fyrir gesti og gangandi í jólaglögg mmmm snilld voru með þannig í fyrra líka og það var æðislegt.
Byrjað að snjóa hérna í logni og mjög fallegt veður úti, kalt en mjög fallegt.
Best að fara að lesa aðeins í Lollinu ekkert eins yndislegt og það ok kannski ekki vildi frekar vera að kúra mig niður og lesa skemmtilega bók.
Sjúlli kveður bara nokkuð kátur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.