Snilldin ein

Helgin liðin og fríið mitt að verða búið damn, kemur vonandi fljótlega annað frí. Búið að vera mikið um að vera um helgin, Brynja að keppa á móti þannig að maður var töluvert upp á velli og svo kom pabbi inneftir í gær þar sem hann varð sjötugur og vildi ekki vera heima.

Tók hann og Ragnhildi Sól með mér á fótboltaleik hjá Brynju og svo fórum við öll auk Guðmundar til Dalvíkur og Ólafsfjarðar og síðan út að borða á Greifanum, var bara alveg fínasti dagur fannst mér. Hilla pilla var bara heima þar sem hún er alltaf með einhverja verki, vona bara að þetta fari að springa út eins og hr. Haukur segir, síðan sátum við feðgin hérna heima í stofu og spjölluðum til rúmlega 22 en þá dreif hann sig heim.

Bara fínn dagur. Skrapp svo í morgunkaffi til Hillu eftir að hafa legið lengi í leti upp í rúmi og er svo að fara að drífa mig á fund með Dísu og aðstandendum eins skjólstæðings, eflaust mjög spennandi dæmi.

Heilsan er í fínu lagi, finn ekki fyrir neinu, vildi bara að tíminn liði ögn hraðar...nenni ekki að bíða hef aldrei verið mjög þolinmóð:) Fór í hnakkaþykktarmælingu sem kom vel út og á að fara í mæðraskoðun á fimmtudag en henni var frestað síðast og ég er að spá í að fresta henni og athuga hvort ekki sé laus tími þegar Eyþór verður kominn heim, langar nú helst að hafa hann með:)

Þannig að allt í fína standinu hér, nema karlinn er ekki heima en það fer að styttast í að hann komi:)

Farin á fund

Sjúlli kveður óþolinmóður að vanda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá að allt gengur vel...bíddu bara Erna mín,...þú verður orðin hvalur áður en þú veist af.. þú þarft ekkert að vera óþolonmóð..:)
KV af Hamarstígnum

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 19.9.2006 kl. 21:31

2 identicon

Erna mín ég sendi þér eitt holt og gott.300 gr. hveiti 200 gr. gróft spelti hálfur lítri mjólk 1 kúfuð tsk.natron salt og fjallagrös hrært saman sett í form og bakað í 1 klst.
Kveðja Tengdó.

Guðrún Ingvarsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 14:28

3 identicon

Já Lilja engin spurning haha er að verða eins nema að ég tengdó sé að redda þessu með hollustunni:)Takk Gunný verð að testa þetta við tækifæri lítur út fyrir að vera eðal:)

Erna (IP-tala skráð) 23.9.2006 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband