17 september:)

Ég sit nú á bakka Rínar og nýt góða veðursins og útsýnisins. Framhjá sigla sportbátar og prammar. Ég bý hjá alveg frábærri fjölskyldu, hjónunum Hainz og Lenu og börnum þeirra sem heita Anna, Jan og Judith. Ég eyddi deginum í gær í hinni yndislegu borg Mainz. Það var eitthvað festival í gangi þar og allt fullt af fólki. Ég fór á orgeltónleika í dómkirkjunni, rölti um miðborgina en eyddi þó mestum tíma á kaffihúsum. Ég tók síðan lest til Oppenheim seinnipartinn í gær. Ég hitti Hans-Ola í kirkjunni þar sem hann æfði á hið frábæra orgel kirkjunnar. Hann er með tónleika nú í kvöld. Gestgjafar mínir buðu mér svo í smá kaffihúsarölt í gærkvöld.

Kúrsinn byrjar svo í fyrramálið. Ég ætla sennilega að spila Catedrales eftir L. Vierne. Nota tækifærið þegar maður kemst í svona svakalega fínt orgel. Verkið er nefnilega eins og sniðið fyrir orgelið.

Haukur á afmæli í dag, er sjötugt unglamb. Til hamingju með daginn tengdi.

Meira á morgun,
Eyþór

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband