16.11.2007 | 10:11
Föstudagur til þrifa og úr mér allur vindur segir kallinn:::)
Veit ekki hvað er að gerast hérna á munkanum, ekkert blogg í þrjá daga, iss bæti úr því. Ekki svo sem eins og það sé eitthvað brjálað að gera, er núna að þrífa hjá mér og rakst á tölvuna mína í ruslinu og sá að ekki veitti nú af að pússa kvikindið, pússaði kvikindið og fór svo að þvælast um internetið. Svona þarf lítið til að trufla mig við þrifin
Þegar ég kom inn í eldhús áðan frá því að stinga Kötlu í vagninn var þar stór og feitur, gulur köttur, sem by the way heitir "Grettir" að borða úr matardalli minna svölu högna, og það merkilega var að hann haggaðist ekki þó ég kæmi heldur hélt bara áfram að éta. Þannig að ég greip hann upp og skjögraði með svínið út og setti á tröppurnar og þar situr hann enn í von um að komast inn. Greinilega gott kattarfóður hér í munka.
Eyþór skaust aðeins í vinnuna verður til 12 en er þá kominn í frí til kvölds, og svo á hann frí á morgun. Brynja er að fara á Lauga að keppa í fótbolta og ætluðu þær að gista en var hætt við vegna slæmrar veðurspár á morgun. Þannig að hún kemur aftur í kvöld. Ætla að læra mikið í kvöld fyrst ég verð ein heima, margt sem liggur fyrir, ætla á morgun að taka eitt Excel próf og svo ætla ég að lesa fyrir sálfræðina en í kvöld ætlar Lolið að eiga allan minn huga jájá, skal nú segja ykkur það.
Er búin að kaupa EINA jólagjöf ég veit rosalega hörð, búin að ákveða hvað allir eiga að fá. Rauk svo af stað í gær og ætlaði nú að klára einhvern hluta af þessu en svo ótrúlega vildi til að það var ekkert til af þvi sem ég ætlaði að kaupa DÖH. Finnst svo mikið vanta í búðirnar núna, sem er alltaf til. Vissu ekki búðareigendur að jólin eru að koma og gerðu ráð fyrir því í innkaupum sínum. Ég er frekja og vil hafa hlutina til í búðum. HANaNú.
Best að fara að henda sér í þrifin, skíturinn bíður bara spakur og býr til meiri skít á meðan ég hangi hér. Afhverju er ekki til sjálfþrífandi íbúðir ég meina það....BUTLER óskast á munkann fær engin laun bara ánægjuna...íha
Sjúlli kveður skítugur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.