Jólamaturinn kominn í hús

Eyþór fór s.s. í rjúpur í gær með Mása bró og fengu þeir samtals 11 rjúpur. Þannig að núna má Eyþór í raun bara skjóta 2-3 í viðbót og þá er hans kvóti búinn. Kom heim um 8 leytið í gærkvöldi eftir að hafa kíkt í kaffi til pabba í leiðinni og fengið eðal fiskisúpu hjá Mása og coLoL

Við Katla tókum okkur til í gær og fórum í að fara í gegnum gömul jólakort til að sjá hverjum maður ætti nú að senda og fannst stubbnum nú ekki leiðinlegt að dreifa einum 70 jólakortum í kringum sig. Skemmti sér konunglega og spjallaði mikið. Vissi svo ekkert hvað ég ætti að hafa í kvöldmat þannig að ég bjó til kakósúpu og ég hreinlega veit ekki hvað fór úrskeiðis en hún var alveg snilldarlega, ótrúlega vond meira að segja Katla sem borðar allt spýtti henni út úr sér. En ég gerði eins og Ási frændi gerði með hakkið sem hann klúðraði að ég hegndi sjálfri mér fyrir að búa til vonda kakósúpu og át hana *æl*

Mamma kom hérna í morgunkaffi eftir að hafa verið í blóðprufu og vorum við hér að spjalla í rökkrinu við kertaljós og kaffisopaWink Get ekki lært í bili þar sem mig vantar bæði blek í prentarann og blöð þannig að ég verð að fara á stúfana á eftir og sækja þetta þegar Katla vaknar. Læri svo bara í kvöldTounge

Sit hér og hlusta á jólalög við kertaljós og það er ekki laust við að sé smá stemmari í mér enda ekki nema rúmar þrjár vikur í aðventuna, en svo verður þetta liðið áður en varir og ég farin að vinna, fæ nú nettan hnút í magann við að hugsa um að fara frá stubbunni minni sem er smá mömmukúkur ekki að það væsi neitt um hana hjá pabbanum en mér finnst ég bara eitthvað svo ómissandiFrown

Fallegt veður hér núna um 7 stiga hiti og hlýtt bara. Ótrúlegar þessar veðrabreytingar ekki skrýtið þó svo að annar hver maður sé með hor og hita. Alltaf sviptingar.

Best að fara að lesa Harðskafl eftir Arnald hún er svo góð, vaknaði meira að segja aðeins í nótt og las einn kafla. Maður er auðvitað ekki alveg í lagi enda held ég að allir viti það nú.

Sjúlli kveður rokkandi út jólin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

namm namm.... rjúpur besti matur sem ég fæ....ég vona að veiðin verði góð á mínu heimili fyrir jólin... kvótinn dugar og vel það... gangi þér vel að lesa ( og líka Arnald  ) kv Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 14.11.2007 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband