Ég átti afmæli í gær tralalalalla

Jæja þá er maður formlega orðin hálfsjötug ja hvað getur maður sagtLoL Fékk margar góðar og skemmtilegar kveðjur takk fyrir þær, og líka fékk ég pakka ohh ég elska pakka. Eyþór, Brynja, Rakel og Katla vita hvað ég er mikinn bókaormur og á það við um sakamálasögur helst ekki námsbækur, gáfu mér nýju eftir Arnald og svo tvær aðrar spennubækur og svo eyrnalokka ohhh hlakka svo til að fara að lesa  í kvöld ef mér gefst færi á því. Svo kom Hildur og stóra sól og gáfu mér óróann frá Georg Jensen 2007 ótrúlega flottur, en Hildur hefur alltaf gefið mér þá síðustu 7 ár og er fallegasta jólaskrautið mitt og súkkulaði fékk ég líka frá þeim:) Svo kom mamma líka með blóm handa örverpinu sínu og svo gaf Elín mér krem og ég veit ekki hvað og hvað það er svo gaman að fá pakka:)

Ein kveðja var frá henni Lilju frænkunni minni á Egilsst. sem reyndar var hér í gær og ég missti af að hitta af því að ég var með símakvikindið á silent ég er asni. "Hæ krússlan mín til hamingju með 25 árin" haha hvað getur maður gert annað en að gleðjast:) Talaði aðeins við Sigurpál pabba Brynju í morgun en við eigum sama afmælisdag og hann stundi bara þegar ég óskaði honum til hamingju með afmælið og sagðist vera orðinn gamall sem er reyndar rétt hann er 37 ára  hahah en þau hjúin voru stödd í London að slappa af. Þurftu að fá uppgefnar stærðir sem dóttirin notaði pjúff bætist í skápinn hennar kannski spurning um að fjárfesta í nýjum skáp:)

Bauð engum í kaffi en ætla að gera það um helgina hafa eitthvað smá, bakaði reyndar pönnsur en endaði á að við Katla sátum og snæddum þær tvær, Brynja þurfti að fara að hitta kærastann enginn tími fyrir þá hálfsjötuguCrying

Fórum svo seinnipartinn og dekkuðum upp salinn en Eyþór og Óskar voru með tónleika aðra af þrem og sungu þeir úr Fjárlögunum ekki spyrja hvað það er einhver svona gömul og góð held ég samt og var bara ágæti mæting mætti segja mér að hefði verið um 80-100 manns minna en síðast en það var líka leiksýning á Óvitunum og margt fleira um að vera enda sá tími að koma að nóg er að gera í menningarlífinu eykst oft þegar fer að nálgast jólin.  Ég fór samt ekki á tónleikana þar sem lítið var um svefn nottina áður og reyndar var litið um svefn þangað til rúmlega 3 í nótt að sú stutta sofnaði með ekkasog rífandi í hárið á mömmunni, vona að tennurnar fari nú að drífa sig þetta er að verða gott.

Skutlaði Brynju í skólann í morgun þar sem hún átti að mæta ögn seinna en venjulega vegna þemadaga sem eru í skólanum og var hennar bekkur að sýna á Glerárvision atriði úr Latabæ og átti hún að vera Halla hrekkjusvín og N4 ætlaði að koma og taka þetta upp gaman að því. Þá sá ég að það er búið að skreyta jólahúsið í Áshlíðinni og mikið óskaplega komst ég í mikinn jólafíling gaman að þessu.

Best að glugga aðeins í námsefnið en ég er orðin nokkuð ánægð með mig þar sem ég kláraði prófið í UTN í fyrrakvöld, gerði sálfræðiverkefnið líka þá, er að klára verkefni sem mér finnst frábært en það heitir "virðing og kærleikur í umönnun aldraðra" aldrei of mikið talað um það, og svo fer ég í LOL próf á morgun og þá á ég skilið að lesa Arnald í smá stund eða hvað:)

Sjúlli kveður þreyttur en sáttur við dýr og mennJoyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava Hrund Friðriksdóttir

váaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa ertu svona rosalega gömul hahaha nei djókkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkk hehehe smá spaug hérna meginn haha veit þú kannt að taka því :)

ert bara á besta aldri ;) algjörlega ....... innilega til hamingju með daginn mín kæra:)

en 8 nóvember segir að .....þú sért ekki óáreiðanleg en þú ert dularfull persóna og villt helst lifa í tveimur ólíkum heimum. Annar er hreinn og beinn og sýnilegur en hinn er öllu drungalegri og þar búa freistingar hvort skuggarnir gleypa þig að fullu eða öllu leiðir tíminn í ljós hahahahha ERNA

tvöfelni og ráðabrugg verða alltaf fylgiifiskar þínir þú lætur kanski eins og þú sjáir þá ekki og ert virðulegasta manneskjann í götunni en þú getur ekki neitað tilvist þeirra. Stærsta hlutverk þitt í lífinu er að ákveða hvort að þú samþykkir þá eða hafnar.. hver svo sem ákvörðunin verður þarf hún alls ekki að vera röng þú verður að vera þinn eiginn siðferðilegi dómari;)

óskagjöfinn þín er bók um heimspeki og sólgleraugu

starf leynilögreglumaður eigandi næturklúbbs eða fimleikamaður

sékenni óræður, torræður,tælandi úlllalla

snillingur í að fela þinn innri mann

jæja Erna er þetta satttttttttttttttttttttt neeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee held ekki hahahhahahha

Svava Hrund Friðriksdóttir, 9.11.2007 kl. 23:57

2 identicon

Haha já Svava ég skil ekkert hvað ég er að brölta hérna í þessu sjúkraliðadóti þegar þú ert búin að ljóstra upp mínum æðsta draumi mig langar að verða FIMLEIKAKALL hahaha og bók um heimspeki tjahérna já ég er akkúrat svona *grrrrrrrrr* hahah snilld. Takk Svava mín jú ég er asskoti gömul þegar ég verð loksins búin með öldrunina verð ég sjálf komin með heimahjúkrun haha svei mér alla mína ævidaga sem fer nú ört fækkandi:)

Ernan (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 22:31

3 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Betra seint en aldrei.....innilega til hamingju með afmælið um daginn....og þú átt svo sannarlega skilið að lesa eins og svona eina bók eftir öll verkefnið og það er ekki amalegt þegar hún er eftir Arnald... spennandi......njóttu þess og gangi þér vel...kv. Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 11.11.2007 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband