6.11.2007 | 21:14
Piparkökur, tennur og nám hvað er málið:)
Búin að sjá að kannski borgar það sig að vorkenna sér temmilega mikið annaðslagið. Ég spýtti bara í lófana eftir að hafa vælt hérna smá og fór í námið af hörku lærði í fyrrakvöld og gærkvöld langt fram eftir og viti menn...tatarrr kláraði allt sem ég átti eftir í LOL og það var mikið, búin með gátlistana og svo er ég núna að skoða Wordið en ætla að taka prófið á morgun Ótrúlega góð tilfinning. Vinn reyndar alltaf mjög vel undir pressu og sérstaklega í verkefnavinnu og fyrir próf en samt er ég líka óþolandi skipulögð á köflum og vil vera á tíma með allt.
Eyþór kominn heim sótti hann á völlinn áðan og hann stoppaði heima í korter en fór þá á kóræfingu ja hvað getur maður sagt annað en bara AMEN.
Viðar og Elín komu líka aðeins við hér í dag, Viðar var að fara á sjó og Elín bara að bruna á Húsó aftur skutlaði sínum ektakalli bara inneftir, hlakka til þegar hann kemur af sjó hann ætlar að færa mér fisk veiiiii er algerlega fisklaus og við borðum mikinn fisk þegar við eigum hann. Kallinn bjargar manni alveg.... Þau færðu mér líka afmælispakka ohhh svo gaman að fá pakka hlakka til á fimmtudaginn trallalalalalala Hildur fékk líka pakka var stödd hérna jibbí skippí
Ragnhildur Sól hringdi í mig í dag mjög sposk og sagði "Móa ég er búin á leikskólanum" Móan ég kveikti strax á perunni að nú væri verið að rukka inn loforð um piparkökumálun og ég sagði já koddu þá og hún grýtti tólinu og kallaði "hún sagði koddu" haha en hún þurfti reyndar að koma með piparkökur með sér þar sem ég hafði gleymt að kaupa þær. Svo var ég búin að kaupa eitthvað krem í túbbum og bjó svo til glassúr í 4 litum og átti pensla síðan í fyrra þannig að við búralegar með kertaljós, jólalög og Kötlu tuðandi ofaní jólalögin byrjuðum að mála. Sé út undan mér að hún er alltaf að lauma skeiðinni upp í sig og færði svo skálarnar til haha þurfti s.s. að smakka alla litina og þeir kláruðust ótrúlega hratt og ekki endilega á kökurnar. Fór svo að útskýra fyrir litla skunknum að hún fengi illt í magann af því að borða svona mikið krem þá kom spekingssvar eins og svo oft áður frá henni "Móa þetta er ekki krem þetta er málning" eins og þá væri bara allt í kei Móa varð kjaftstopp. Alger snillingur en hún entist ekkert mjög lengi í að mála og át alltaf jafnóðum kökurnar:) Laumaði svo nokkrum af mínum í hennar dall en þegar hún var að skoða í dallinn sinn þá sagði hún Móa þú átt þessa og þessa og þessa og.......ég sagði að hún mætti eiga þær en hún vildi það ekki og ég hugsa að það hafi verið vegna lítils glassúrs á þeim snillingur:)
Katla er að hamast við að tala tennur í efri góm og dúndra ég alltaf skeið upp í góminn á morgnana en ekkert komið enn þar allavega en hann er mikið bólginn og hún örg eftir því, sátum hér í morgunsárið og lásum 24 stundir og sungum hástöfum með Birgittu Haukdal Perlur veit ekki hvað nágranninn á efri hæð hefur haldið haha bara snilld.
Best að fara að halda áfram að skoða Wordið og ætla svo að leggjast í smá Suduko finnst það mjög gamam og mjög gott fyrir heilatetrið.
Hafið það sem allra best og njótum nú lífsins með kertaljós og kósýheit
Sjúlli kveður upp og niður í skapi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.