Rólegheit og leiðindi

Lítið að gerast hjá mér þessa dagana er í löngu helgarfríi sem var alveg komin þörf á held ég sé búin að eiga tvö helgarfrí síðan í júlíÞögull sem gröfin 

Brynja er að  keppa á Landsbankamóti, hennar lið er eina stelpuliðið á mótinu gaman að því tóku sig til og drulluðu yfir KR stráka í gær 3-0 bara gaman að því heyrðist í drengjunum fyrir leik "ohhh erum við að fara að keppa við stelpur" voru hundfúlir eftir leik að tapa fyrir STELPUM haha....þær voru bara betri svo einfalt.

Leiðindafréttir af Vidda mági mínum, slasaðist út á sjó í gær og var farið með hann í land á Þórshöfn í gærkvöldi og þar beið hans sjúkrabíll til að bruna með hann til Húsavíkur eða Akureyrar hef ekki ennþá viljað raska ró systu minnar heyri í henni á eftir.

Hildur systir byrjuð að fá verki sem fara svo bara og ekkert gerist, þetta er greinilega allt í vinnslu verð orðin móða vonandi fljótlega aftur. Mamma er hérna og passar að allt gangi eins og á að ganga hvar væri maður án þessara mæðraSaklaus

Sólina mína sá ég síðast 17...og súrkál fer kannski að sjá hana fljótlega hver veit.

Er sorry, svekkt og sár en hverjum er ekki sama um þaðTala af sér svaf illa í nótt, vildi að kallinn minn væri kominn heim, talaði við hann áðan sat á kaffihúsi í Þýskalandi í rúmlega 20 stiga hita hið ljúfa líf.

Pabbi verðu 70 ára á morgun ætlar að koma til mín og við að gera eitthvað saman spurning hvað samt, spáir leiðinlega.

Læt þetta duga í bili.

Sjúlli kveður fúll á móti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband