31.10.2007 | 22:17
Hann Jón er kominn heim:)
Reyndar heitir þessi svokallaði Jón bara Eyþór en tengdó heitir Jón já og pabbi líka þannig að ég er alveg save
Kallinn s.s. var endurheimtur í morgun kom með fyrsta flugi gott að sjá hann, Katla varð hálfhissa fyrst að sjá þennan skeggjaða jólasvein en svo breiddist út glottið á henni. Hann kom færandi hendi handa litlu stelpunni sinni með 3 æðislega kjóla úr H&M og tvo boli þannig að ég hef lítið gert annað í dag en að skipta um föt á henni haha. Ekki alveg svo slæm. Brynja fékk böns af sleikjó og tyggjó heppin.
Hann þurfti svo að rjúka á fund seinnipartinn og tók sig svo til og setti vetrardekkin undir drauminn til að þóknast kellu sinni allt gert til að hún sé nú góð. Síðan bara hefur hann verið að dunda með dótturinni litlu sem er komin í draumalandið en sú eldri er að horfa á einhverja gaura í handbolta.
Ég búin að vera töluvert dugleg að læra, rauk auðvitað til um leið og hann kom inn um dyrnar og tók tölvuna hans traustataki og kláraði tvö seinni verkefnin í Excel sem gekk svona líka ljómandi ætla að reyna að taka prófið kannski annaðkvöld sé til hverjir verða heima til að grípa inn í ef stubbur vaknar. Kláraði líka gátlistann um öndunarkerfi og öldrun en er ekki byrjuð á námsefninu um meltingarfæri en skelli mér í eitthvað smá á eftir. Stefni á að klára það á morgun og byrja á gátlistanum.Síðan verður sálfræðin tekin föstum tökum á föstudag því ekki geri ég mikið á laugardaginn þar sem við ætlum að brenna austur og fara í afmæli til Viðars mágs míns sem varð 60 ára þann 25 október lítur nú ekki aldeilis út fyrir að vera eldri en 50 ára......*smjaður*
Annars bara allt gott nema andskotann hálsinn er með stæla og er ég slæm núna líklega vegna mikils lærdóms í dag þarf aðeins að passa mig, sleppti þvi líka að hlaupa og boxa en það getur nú alveg bjargað að gera það á milli þess að læra.
Var að ganga frá vinnumálum í dag og fer ég á Hlíð aftur eftir áramót. Fæ 80% morgunvaktir eins og ég vildi og eina og eina næturvakt ef til fellur og svo aðra hverja helgi er mjög sátt við það. Hef verið að þrjóskast og bíða eftir að eitthvað losnaði í heimahjúkrun en ég get ekki beðið endalaust og finnst mér líka of lítið að vera í 50% en ég myndi samt alveg skoða það ef mér yrði boðið það. En er samt mjög sátt og hlakka mikið til að byrja að vinna.Hitti ekki svo mikið af fólki að það verður gaman að fara að kljást við vinina mína á Eini/Grenihlíð spennandi.Svo fer maður suður í staðbundna lotu 21-23 feb og hlakka ég til að hitta samnemendur mína, okkur er að vísu skipt upp í 2 hópa þannig að ég hitti bara helminginn en ég er með hvorugri héðan frá Akureyri
Skrýtin þessi fíkn ég hætti að reykja fyrir að verða 5 árum en svo núna síðustu daga hef ég fundið fyrir löngun þannig að ég fékk mér tyggjó og hef verið að fá mér ca 2 tyggjó á dag. Maður losnar líklega aldrei við þetta samt langar mig ekki í sígarrettuna sjálfa bara einhver þörf. Damn ætla sko aldrei að reykja aftur og ekki drekk ég heldur. Tygg bara nikótíntyggjó og drekk pepsimax já svona er þetta
Best að halda áfram að læra eða fara að spjalla við karlinn sem situr inni í stofu og les bók á sænsku núna. Ekkert spennandi í sjónvarpinu þannig að ekki tekur það tímann frá manni.
Sjúlli kveður ánægður með lífið
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.