Á ferð og flugi

Í gær svaf ég aðeins of lengi og náði ekki að þrífa eftir mig á farfuglaheimilinu áður en ég fór í skólann. Eftir þennan síðasta orgeltíma fór ég og leigði mér bíl, átti reyndar að fá smábíl en Þar sem bíllinn var týndur fékk ég eðal Passat. Ég keyrði til Luleå um hádegið og var með Rakel fram undir kvöld. Ég gists svo heima hjá Lars vini mínum í nótt. Í morgun flaug ég svo til Stokkhólms og tók rútu frá flugvellinum í miðborgina. Þar rölti ég í nokkra tíma og nú er ég aftur kominn í rútu og er á leið á annan fluvöll, Skavsta, en þaðan flýg ég til Frankfurt í kvöld. Ég næ ekki að fara alveg á endastað í kvöld og gisti því á billegu gistiheimili í Frankfurt í nótt.

Ferðaleiðindin eru að drepa mig en mp3 spilarinn og Blackberry síminn ná að halda í mér líftórunni. Mig langar heim til elsku óléttu Ernu minnar og Brynju og ég þrái nýja frábæra rúmið. Það verður samt fínt að komast í aksjón í vikunni, spila á frábært orgel fyrir frábæra kennara.

Eyþór

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða skemmtun við orgelspil í Þýskalandi. Veit þó af biturri reynslu að orgel eru talsvert kaldari og harðari viðkomu en elskulegur ektamaki en mjög góð orgel slá þó á sárustu heimþrána. Var í þýsku kirkjunni í Stokkhólmi í síðustu viku með tvo danska þræladrengi með mér og fékk að spila á gullorgelið. Það var ekki leiðinlegt.

blog.central.is/orgelstelpa (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband