30.10.2007 | 14:14
Snjórinn...
Ekki skilaði kalllinn minn sér heim í gær eins og til stóð. SAS ákvað bara að hætta að láta einhverja tugi flugvéla fljúga út af bilun í einni þeirra skyldist mér og þeir stóðu uppi og vissu ekkert hvað þeir áttu af sér að gera í Gautaborg. Endaði með því að þeir punguðu út fyrir nýjum miða til Kaupmannahafnar gistu þar í nótt og eru á leið til Keflavíkur núna og flugfélagið bætir þetta ekkert díses segi nú ekki annað. Maður er alltaf að tapa en svona er lífið.
Bauð mömmu í mat í gærkvöldi og svo kom Viðar mágur minn líka, ætlaði svo að sækja Brynju á fótboltaæfingu og skulta Viðari í leiðinni upp á FSA að sækja bílinn til Elínar en ég snerist bara í hringi á bílnum og komst ekkert var auðvitað á sumardekkjum en bjartsýn að vanda en ekki dugði það og endaði með að Viðar labbaði upp á FSA og ég hringdi í foreldra vinkonu Brynju og bað þá að redda henni. Jahérna löggan var þá búin að loka Þórunnarstrætinu og Gilinu sökum hálku og urðu nokkrir smáárekstrar. Svona er þetta þegar vetur konungur kemur í heimsókn
Snjóar hér núna í algeru logni og mjög fallegt veður, er við frostmark. Katla sefur eins og steinn úti og svaf í næstum 2 tíma í morgun vonandi gerir hún það líka núna því ég ætla að læra smá eftir bloggið.
Vorum komnar fram í morgun við mæðgur allar fyrir 7 og kveikti ég á kertum og í kamínunni og svo fengum við okkur að snæða, Brynja fór í skólann en við Katla fórum að syngja og spjalla í ylnum frá kamínunni. Er svolítið kalt hérna stundum þar sem á eftir að taka neðri hæðina hjá okkur í gegn og skipta um glugga og einangra betur og svona.
Best að fara að læra smávegis áður en litli strumpur vaknar.
Sjúlli kveður í smá jólaskapi
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ég var líka komin í smá jólaskap í gær... en nú er komin rigning aftur þannig að það lak í burtu......en það kemur aftur... það hlýtur að vera kósi að kveikja á kamínunni, ég er alltaf með kerti... en eiginmaðurinn er mjög stressaður með þessi kerti um allt hús..hann er nefnilega alin upp í timburhúsi...gangi þér vel að læra.... kv. Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 30.10.2007 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.