21.10.2007 | 10:29
hvaða hvaða
Sit hérna eins og teiknimyndafígúran Tommi (Tommi og Jenni) með tannstöngla til að halda uppi augnlokunum og reyni að svara gátlistanum í Lollinu. Katla svaf kannski 2 tíma í nótt og ástæðan jú foreldrarnir áttu að prófa að minnka bakflæðislyfið Losec mups til að kanna hvort bakflæðið væri á undanhaldi en nei nei held að það sé komið í ljós að svo er ekki og lyfið fékk hún aftur í morgun DAMN. En sefur eins og engill núna þrátt fyrir mjög mikla riginingu. Sefur kannski þess vegna svona vel tja maður spyr sig.
Var dálítið dugleg í gærkvöldi byrjaði á gátlistanum og svo núna er ég að hringla eitthvað í honum aðallega bara horfa á hann, skil minna en finnst ég eitthvað svo dugleg að sitja hér við bækurnar þrátt fyrir að gera eitthvað lítið haha, get svo montað mig já ég lærði í allan morgun ahhahahaha right
Katla vöknuð og ég líka
Sjúlli kveður
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
ég hefði sko lagt mig ;I;)
Svava Hrund Friðriksdóttir, 21.10.2007 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.